Darlington

Fyrr á árinu fór ég við fjórða mann á leik Darlington og Luton. Þar furðuðum við félagarnir okkur á ógnarstórum leikvangnum með rétt um 4.000 hræður á 20.ooo manna vellinum.

Rekstrarmódel Darlington FC hefur treyst á að liðinu takist að koma sér upp um 1-2 deildir. Annars getur dæmið ekki gengið upp til lengdar – áhorfendurnir eru einfaldlega ekki nógu margir.

Eftir heimsóknina hef ég fylgst með Darlington með öðru auganu og hálft í­ hvoru vonað að liðið kæmist upp í­ ár. Sí­ðustu vikurnar hefur uppskeran á knattspyrnuvellinum hins vegar verið heldur rýr. Svo virðist sem eigendurnir séu búnir að afskrifa möguleika sí­na þetta árið – tapleikur gærkvöldsins var lí­klega kornið sem fyllti mælinn.

Nú upplýsir staðarblaðið í­ Darlington að gert sé ráð fyrir að félagið fari í­ greiðslustöðvun í­ dag. Gerist það fær félagið sjálfkrafa tí­u mí­nusstig og dettur niður fyrir miðja deild (hafa nú 51 stig í­ sjöunda sætinu sem gefur umspilsrétt). Þetta þarf félagið að gera fyrir miðjan mars, til að tryggja að stigafrádrátturinn verið á þessu keppnistí­mabili en ekki hinu næsta.

Hætt er við að greiðslustöðvunin muni ekki einungis fokka upp þessu ári hjá Darlington, heldur einnig því­ næsta. Takist liðinu ekki að ná nauðarsamningum í­ samræmi við reglur ensku deildarinnar, verður því­ refsað með frekari stigafrádrætti. Ekki er ólí­klegt að það yrðu 12-15 stig í­ viðbót, sem væntanlega myndu dragast af liðinu í­ byrjun næstu leiktí­ðar. Það eru vondir dagar framundan hjá stuðningsmönnum Darlington…

# # # # # # # # # # # # #

Af mí­num mönnum er það að frétta að enn einn naglinn í­ lí­kkistu Luton var rekinn í­ gærkvöld. Við gerðum jafntefli gegn Accrington Stanley á útivelli, markalaust. Á sama tí­ma vann næstneðsta liðið, Bournemouth með marki á lokasekúndunni. Þriðja neðsta liðið, Grimsby, tapaði reyndar 2:3 á heimavelli eftir að hafa komist í­ 2:0. Strangt til tekið erum við því­ einu stigi nær öruggu sæti eftir gærkvöldið, en það breytir því­ ekki að úrslitin voru slæm.

Join the Conversation

No comments

  1. Hvað ætli séu margir aðdáendur Darlington hér á landi? Ég er einn af þeim. Spurning að kanna það á Facebook

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *