20. mars (b)

Neðrideildarboltinn á Englandi er í­ vaxandi mæli farinn að ráðast á skrifstofum endurskoðunarfyrirtækja frekar en á knattspyrnuvellinum. Gjaldþrotahrina blasir við, þar sem fjölmörg félög hafa að mestu eða öllu leyti verið komin upp á örlæti rí­kra eigenda sem geta ekki lengur leyft sér slí­kan munað.

Tuttugasti mars er dagsetning sem vert er að hafa í­ huga. Búast má við að fyrir þann dag muni nokkur félög lenda í­ greiðslustöðvun. ístæðan er einföld: fari félag í­ greiðslustöðvun fyrir þann dag – lendir tí­u mí­nusstiga refsingin á þessu keppnistí­mabili. Taki liðin þetta skref eftir 20. mars, mun tí­u stiga refsingin gilda á þessu ári ef hún hefur áhrif á það hvort viðkomandi lið fellur eða færist upp um deild, en ella byrjar það með tí­u stig í­ mí­nus næsta haust.

Það er því­ félögunum væntanlega í­ hag að taka skellinn núna – sjái þau fram á að greiðslustöðvun sé óumflýjanleg.

Cheltenham, sem situr neðst í­ C-deildinni, verður væntanlega fyrst til að tilkynna um þessa ákvörðun. Félagið er eitt þeirra sem komið hefur upp úr utandeildinni á sí­ðustu árum, en ekki tekist að sní­ða sér stakk eftir vexti þar. Ólí­klegt verður að teljast að félögum verði leyft að hefja keppni á næstu leiktí­ð nema þau séu komin úr greiðslustöðvun. Það verður að gerast eftir reglum deildarinnar (sem er nánast útilokað) – að öðrum kosti fá liðin frekari refsingar, lí­klega fimmtán mí­nusstig fyrir fyrsta brot.

Það þýðir að Cheltenham má búast við að hefja keppni með fimmtán stig í­ mí­nust í­ neðstu deild í­ haust, fari það í­ greiðslustöðvun á næstu dögum – annars verða mí­nusstigin lí­klega 25 – og þá að þeirri forsendu gefinni að nýr kaupandi finnist…

Þess getur ekki verið langt að bí­ða að fyrsta liðið fari endanlega á hausinn í­ þessari hrinu og falli niður um margar deildir – lí­kt og kom fyrir Halifax um árið. Þótt alltaf sé sorglegt að horfa á eftir fótboltaliðum, má ekki gleyma því­ að það hefur alltaf verið hluti af knattspyrnunni að eitt og eitt lið deyr drottni sí­num. Gjaldþrot margra liða er hins vegar annað og stærra mál.

Meðal þess sem rætt er í­ þessu efni, er hvort réttast væri að sameina gömlu fjórðu deildina og efstu deildina í­ utandeildarkeppninni og búa til tvær svæðisskiptar deildir: norður og suður. Rekstrarumhverfi liðanna þar yrði þá jafnframt endurskoðað og tekið til athugunar hvort raunhæft sé að reka þau með hreinni atvinnumennsku eða í­ það minnsta að setja enn strangari skilyrði um launakostnað sem hlutfall af veltu. Lí­klega verður þó ekki vilji til að grí­pa til svo róttækra aðgera fyrr en komið er í­ algjört óefni – spurning hversu mörg félög verð þá búin að gefa upp öndina?

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *