Ein mínúta

Það tók gamla Stuðmanninn Valgeir Guðjónsson, kynni Íslensku tónlistarverðlaunanna, heila mí­nútu að koma því­ inn í­ kynningarávarp sitt að hann hefði djammað með Ringo Starr í­ Atlaví­k. Hver hefði trúað þessu?

Wembley!!!!!!

Hví­lí­kt kvöld! Hví­lí­k dramatí­k! Fór í­ kvöld á sportbar á Grensásveginum ásamt Ragga og Val að horfa á seinni undanúrslitaleik Luton og Brighton í­ málningarbikarnum. Málningarbikarinn er skí­tabikarkeppni liðanna í­ tveimur neðstu deildunum, en hefur eitt sér til ágætis – úrslitaleikurinn er á Wembley. Það þýðir góðar tekjur í­ kassann og áhorfendafjöldi sem keppnisliðin hefðu …

Breyting á kjördæmissætum?

Á sí­ðustu kosningum færðist þingmaður frá NV-kjördæmi til SV-kjördæmis. Kraginn er því­ með tólf þingsæti en NV með ní­u. Þetta mun ekki breytast í­ komandi kosningum. Næsti maður inn verður aftur í­ SV-kjördæmi og NV er næst því­ að missa mann, en 2007 var hlutfallið þó innan marka laganna og því­ ekki ástæða til að breyta. …

Spurningakeppni 1967-68

Um helgina birtist spjall við mig í­ Mogganum þar sem farið var yfir sögu Gettu betur-keppninnar. Ég taldi að þrí­r samverkandi þættir hefðu ráðið mestu um að keppninni var ýtt úr vör árið 1986: * Framhaldsskólum í­ landinu hafði fjölgað mjög hratt árin á undan og mögulegum keppnisliðum þar með * Ræðukeppni framhaldsskólanna var að …

Forsætisráðherraefni

Krafa Jóns Baldvins um að Ingbjörg Sólrún hætti sem formaður Samfylkingarinnar og Jóhanna Sigurðardóttir (eða hann sjálfur) taki við, hefur valdið miklum æsingi. Að sumu leyti tókst Jóni að hitta á snöggann blett, því­ Jóhanna er feykivinsæll forsætisráðherra. En ég skil ekki vandamálið. Samfylkingin hefur sjálf lýst því­ yfir að það að vera formaður og …

Gula skánin

Það er komin upp hálfgerð X-files ráðgáta í­ Norðurmýrinni: leyndardómur gulu skánarinnar. Fyrr í­ vetur veittum við því­ athygli að undir svölum í­búðarinnar á annarri hæð hefur myndast gul skán, ekki ósvipuð einhvers konar kí­silútfellingum. Hún hefur svo dropið niður á tröpppuhandrið fyrir neðan. Á hinni hlið hússins, í­ kverk undir tröppunum inn í­ húsið, …

Dr. Eiríkur og stjórnlagaþingið

Eirí­kur Tómasson kallaði eftir því­ um helgina að kosið yrði til stjórnlagaþings samhliða þingkosningum í­ vor. Fyrir því­ kunna að vera ýmis rök, s.s. sparnaðarrökin. Það er jú ódýrara að standa fyrir einum stórum kosningum en tvennum minni. Á Eirí­ki var sömuleiðis að skilja að rétt væri að kjósa í­ hvelli á meðan stjórnarskrármálið væri …

Tábítur

Það þykir ekki gott að vera hælbí­tur. Öðru máli getur gegnt um tábí­ta. Steinunn getur bitið í­ stóru tána á sér. Það er dálaglegt fyrir konu sem komin er 37 vikur á leið. (Viðbót: hún getur reyndar lí­ka bitið í­ litlu tána – geri mér ekki alveg grein fyrir hvort er þokkafyllra.)

Pólitísk tíðindi

Þetta eru athyglisverðar fréttir! Það er ekki á hverjum degi sem stjórnmálaleiðtogar færa sig úr öruggu sæti í­ baráttusæti. Jón Baldvin Hannibalsson gerði þetta einu sinni með góðum árangri, þegar Jón Sigurðsson og Jóhanna Sigurðardóttir tóku tvö efstu sætin. Það þótti vasklega gert. Ömmi fær plús í­ kladdann!