Örugg sæti

DV-vefurinn flytur frétt af því­ að Agli Helgasyni hafi verið boðið „öruggt þingsæti“ fyrir Framsóknarflokkinn í­ komandi kosningum. Um það má lesa hér. Eitthvað er skilningur blaðamannsins frábrugðinn mí­num skilningi á hugtakinu „öruggt sæti“ – því­ samkvæmt þessu átti Egill að sitja í­ efsta sæti í­ Rví­k-suður. Þar er Framsóknarflokkurinn ekki með mann inni. Hvernig …

Leynd

Stundum getur það verið frústrerandi að fylgjast með pólití­k. Ekki hvað sí­st þegar maður fylgist með því­ hvað tónninn í­ stjórnmálamönnum getur breyst á einni nóttu við að fara úr stjórn í­ stjórnarandstöðu. Sjálfstæðismenn eru búnir að vera í­ viku í­ stjórnarandstöðu og þeir eru fjúrí­ös – vegna þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sendi ví­st bréf til …

Rútur

Rafheimar eru fræðslusetur í­ eðlisfræði ætlað grunnskólanemum. Orkuveitan býður upp á þessa þjónustu sem stuðning við raungreinakennslu í­ landinu. Megináherslan er á skóla á veitusvæði fyrirtækisins, en við höfum þó tekið við skólum annars staðar af landinu endurgjaldslaust. Nokkrir skólar utan veitusvæðisins hafa nýtt sér þetta boð og komið – sumir á hverju einasta ári …

Stephen Vaughan

Kannski muna einhverjir óðir Liverpool-stuðningsmenn eftir Stephen Vaughan, sem var lengi talinn einn efnilegasti táningurinn á Anfield, lék slatta af unglingalandsleikjum og með varaliðinu – en var svo látinn fara. Stephen Vaughan leikur nú hjá Chester City (sem dyggir lesendur þessarar sí­ðu ættu nú að vera farnir að kannast við), en pabbi hans og alnafni …

Landráð

Fyrir nokkrum vikum var tekið viðtal við Pál Skúlason í­ Kastljósinu, þar sem hann sló fram hugtakinu „landráð af gáleysi“ í­ tengslum við atburði í­ aðdraganda bankahrunsins. Þessi frasi sló strax í­ gegn og margir þeirra sem hafa tjáð sig í­ ræðu og riti um hrunið hafa gripið til hans. Um helgina var svo haldið …

Vatnsberinn

Á dag vann ég skemmtilegt verkefni í­ vinnunni – að taka saman upplýsingar um sögu Vatnsberans eftir ísmund Sveinsson og þá sérstaklega deilunum sem stóðu um þetta merkilega listaverk. Rakst í­ leiðinni á eitt og annað varðandi styttur í­ Reykjaví­k almennt. Þar á meðal að styttan af Jónasi Hallgrí­mssyni hafi upphaflega verið við Lækjargötu. Hvar …

Morfísið

Þegar ég var viðloðandi framhaldsskólaræðukeppnirnar í­ gamla daga, þá rakst maður á allnokkra krakka sem höfðu tileinkað sér ægilegan ósið við ræðuflutning. Það var að taka setningarnar sem átti að flytja með sérstökum þunga og klippa niður í­ einstök orð. Þannig-urðu-ræðurnar-alveg-fáránlegar-á-að-hlýða,-en-viðkomandi-ræðumanni-fannst-þetta-örugglega-rosalega-töff. Fæstir Morfí­s-keppendur höfðu þennan ósið, en þessi fjórðungur eða svo sem flutti ræður með …

GAS! GAS! GAS!

Já, á morgun ætla ég að halda fyrirlestur um efni tengt gömlu ba-ritgerðinni minni. Auglýsingin er á þessa leið: Góðir viðtakendur Málstofa í­ hagsögu verður haldin í­ Háskóla Íslands á morgun, miðvikudaginn 4. febrúar. Þá mun Stefán Pálsson, sagnfræðingur, Orkuveitur Reykjaví­kur, flytja erindi sem hann nefnir:  TíNDI HLEKKURINN Á ORKUSÖGU REYKJAVíKUR – GASSTÖí REYKJAVíKUR: VÖXTUR OG …

Fyrsta VG-forvalið

Þetta eru góðar fréttir. VG í­ NA-kjördæmi er þegar búið að negla niður forval, sem klárað verður strax í­ þessum mánuði. Ætli það verði ekki fyrsta prófkjör ársins? Fyrir sí­ðustu kosningar var NA-kjördæmi með mikinn vandræðagang varðandi val á lista. Farið var í­ einhverja „póst-skoðanakönnun“ sem menn voru of heilagir til að kalla prófkjör, en …