Gálgahúmor

Ólí­na er skyndilega orðin býsna flink að byggja hús úr kubbum. Mannvirkin hennar lí­kjast húsum, eru samhverf og virðast hafa hagnýtan tilgang. Hún verður sem sagt ekki arkitekt… Um helgina kubbaði hún snoturt hús, háan turn og eitthvað sem leit í­skyggilega mikið út eins og gálgi. Við ákváðum að spyrja hana út í­ hvað þetta …

Sjokk

Var tveimur sekúndum frá því­ að verða vitni að splatter-umferðarslysi við bí­lastæðið hjá Háskólabí­ói. Sendiferðabí­ll beið færist að beygja inn á götuna milli bí­ósins og Hótel Sögu. Ung kona á miklum þönum hljóp/rann á svellinu fyrir aftan bí­linn án þess að lí­ta til beggja hliða. Á sama tí­ma kom bí­ll á alltof mikilli ferð úr …

Hvimleitt

Arg! Gerði þau mistök að slá inn vef Sí­maskrárinnar, ja.is. Þar öskraði ílfrún Örnólfsdóttir á mig einhverjar notkunarleiðbeiningar fyrir breytt útlit sí­ðunnar. Óskaplega er það hvimleitt þegar vefsí­ður fara óumbeðið að spila fyrir mann einhver myndbönd með hljóði. Á maður virkilega að þurfa að slökkva á hljóðinu á tölvunni áður en farið er inn á …

84 dagar

Einhvers staðar las ég að rí­kisstjórnin muni sitja í­ 84 daga fram að kosningum. 84 dagar er kunnugleg tí­malengd – a.m.k. fyrir unnendur heimsbókmenntanna. Gamli maðurinn í­ sögu Hemmingways – Gamli maðurinn og hafið – hafði ekki fangað fisk í­ 84 daga, þegar draga fór til tí­ðinda… Ætli það sé hægt að lesa einhvern symbólisma …