Fyrir tuttugu árum efndu SHA síðast til samkomu á Austurvelli á 30. mars. Þá voru fjörutíu ár liðin frá Nató-inngöngunni og aðgerðin var með þeim hætti að hópur leikara og fundargesta leiklásu umræðurnar á þingi 1949. Ég var í gaggó, en skrópaði ásamt nafna mínum Jónssyni til að mæta og fylgjast með. Mættum svo glaðbeittir …
Monthly Archives: mars 2009
Ef stjórnmálamenn væru mjólkurafurðir…
Bjarni Benediktsson segist vera skyr. Það er reyndar mjög klassískt og þjóðlegt. En hvaða mjólkurafurðir skyldu þá aðrir íslenskir stjórnmálamenn vera? Hver er matreiðslurjómi og hver undanrenna? Hver myndi vera tískubólan „Kvarg“ – eða „Svarti Pétur – lakkrísjógúrt“, sem öðlaðist skammvinna sjónvarpsfrægð… Jón Baldvin væri líklega Mangó-Sopi – sem hvarf úr hillum verslana á níunda …
Hreystimenni
Það er ekki hugguleg veðurspáin fyrir morgundaginn……en hraust fólk lætur það ekki stoppa sig, heldur mætir á Austurvöll kl. 17.Â
Tjáskiptaleiðir
Frjálslyndi flokkurinn er skrítinn flokkur. Miðlun upplýsinga er líka með nokkuð sérstökum hætti þar innahúss, að manni virðist. Þannig sagði heimasíða flokksins svona frá því hver myndi skipa toppsætið í öðru Rvíkur-kjördæminu: „Eftir því sem kemur fram á bloggi hjá einum stjórnarmanna í kjördæmafélagi Reykjavík norður, Jens Guð, þá ákvað stjórnin að Karl V. Matthíasson …
Hlutverkaleikir
Þorgerður Katrín segir að Steingrímur Joð sé hinn nýi Skattmann. …liggur þá ekki beint við að þróa þennan ofurhetju-hlutverkaleik aðeins lengra? Hvort er forysta Sjálfstæðisflokksins þá Jókerinn eða Mörgæsin?
Eitt skref áfram, tvö afturábak (b)
Þriðji sigurleikurinn í röð hjá Luton, að þessu sinni 1:2 gegn Morecambe. Að öllu jöfnu ætti þetta að leiða til mikillar gleði og hamingju, en úrslit dagsins urðu þó lítið fagnaðarefni. Grimsby hélt sigurgöngu sinni áfram og er ennþá ellefu stigum á undan okkur – en núna eru aðeins sjö leikir eftir til að brúa …
Vont
Dóttirinn gróf upp gamalt Fischer Price-kasettutæki og heimtaði að við keyptum í það rafhlöður. Það var í sjálfu sér allt í lagi. Verra var að henni tækist að finna gamla kasettu með norsk/sænska dúetnum Bobbysocks úr fórum móður sinnar. Helmingurinn af lögunum eru gömul swing-lög í anda Borgardætra (Don´t bring Lulu o.þ.h.), en restin er …
Skárri er kona en kaþólikki…
Bretarnir virðast ætla að gera alvöru úr því að breyta lögunum um krúnuna og ryðja ýmsum hindrunum úr vegi. Um það má lesa hér. Fréttinni á BBC fylgja athyglisverðar niðurstöður úr skoðanakönnun. Samkvæmt henni vilja 3/4 Breta halda í konungsdæmið. Tæplega tíundi hver Breti er á móti því að konur standi jafnar körlum að erfðum. …
Bravó, ráðherra!
Þetta er ástæðan fyrir því að það er svo brýnt að halda Sjálfstæðisflokknum úr dómsmálaráðuneytinu!
Tunna óskast
Mig vantar sárlega stóra trétunnu, sem má eyðileggja, að gjöf eða til kaups. Allar ábendingar vel þegnar. Svarið í athugasemdakerfið – eða hringið (ég er í skránni).