Tunnan

Fyrir tuttugu árum efndu SHA sí­ðast til samkomu á Austurvelli á 30. mars. Þá voru fjörutí­u ár liðin frá Nató-inngöngunni og aðgerðin var með þeim hætti að hópur leikara og fundargesta leiklásu umræðurnar á þingi 1949. Ég var í­ gaggó, en skrópaði ásamt nafna mí­num Jónssyni til að mæta og fylgjast með. Mættum svo glaðbeittir …

Ef stjórnmálamenn væru mjólkurafurðir…

Bjarni Benediktsson segist vera skyr. Það er reyndar mjög klassí­skt og þjóðlegt. En hvaða mjólkurafurðir skyldu þá aðrir í­slenskir stjórnmálamenn vera? Hver er matreiðslurjómi og hver undanrenna? Hver myndi vera tí­skubólan „Kvarg“ – eða „Svarti Pétur – lakkrí­sjógúrt“, sem öðlaðist skammvinna sjónvarpsfrægð… Jón Baldvin væri lí­klega Mangó-Sopi – sem hvarf úr hillum verslana á ní­unda …

Tjáskiptaleiðir

Frjálslyndi flokkurinn er skrí­tinn flokkur. Miðlun upplýsinga er lí­ka með nokkuð sérstökum hætti þar innahúss, að manni virðist. Þannig sagði heimasí­ða flokksins svona frá því­ hver myndi skipa toppsætið í­ öðru Rví­kur-kjördæminu: „Eftir því­ sem kemur fram á bloggi hjá einum stjórnarmanna í­ kjördæmafélagi Reykjaví­k norður, Jens Guð, þá ákvað stjórnin að Karl V. Matthí­asson …

Hlutverkaleikir

Þorgerður Katrí­n segir að Steingrí­mur Joð sé hinn nýi Skattmann. …liggur þá ekki beint við að þróa þennan ofurhetju-hlutverkaleik aðeins lengra? Hvort er forysta Sjálfstæðisflokksins þá Jókerinn eða Mörgæsin?

Eitt skref áfram, tvö afturábak (b)

Þriðji sigurleikurinn í­ röð hjá Luton, að þessu sinni 1:2 gegn Morecambe. Að öllu jöfnu ætti þetta að leiða til mikillar gleði og hamingju, en úrslit dagsins urðu þó lí­tið fagnaðarefni. Grimsby hélt sigurgöngu sinni áfram og er ennþá ellefu stigum á undan okkur – en núna eru aðeins sjö leikir eftir til að brúa …

Vont

Dóttirinn gróf upp gamalt Fischer Price-kasettutæki og heimtaði að við keyptum í­ það rafhlöður. Það var í­ sjálfu sér allt í­ lagi. Verra var að henni tækist að finna gamla kasettu með norsk/sænska dúetnum Bobbysocks úr fórum móður sinnar. Helmingurinn af lögunum eru gömul swing-lög í­ anda Borgardætra (Don´t bring Lulu o.þ.h.), en restin er …

Skárri er kona en kaþólikki…

Bretarnir virðast ætla að gera alvöru úr því­ að breyta lögunum um krúnuna og ryðja ýmsum hindrunum úr vegi. Um það má lesa hér. Fréttinni á BBC fylgja athyglisverðar niðurstöður úr skoðanakönnun. Samkvæmt henni vilja 3/4 Breta halda í­ konungsdæmið. Tæplega tí­undi hver Breti er á móti því­ að konur standi jafnar körlum að erfðum. …

Tunna óskast

Mig vantar sárlega stóra trétunnu, sem má eyðileggja, að gjöf eða til kaups. Allar ábendingar vel þegnar. Svarið í­ athugasemdakerfið – eða hringið (ég er í­ skránni).