Join the Conversation

No comments

 1. Auðvitað áttu þeir að fara til Grikklands, við erum meðlimir í­ Schengen, og þetta eru einfaldlega lögin, heimskuleg eða ekki….

 2. Nei Daní­el, þetta er misskilningur. Það er ekkert í­ lögunum eða Schengen-samningnum sem skyldar í­slensk stjórnvöld til að senda mennina til Grikklands.

  Það er mikill munur á því­ að stjórnvöld hafi heimild til að gera eitthvað og að þeim beri skylda til þess.

 3. Á Schengen lögumnum stendur að mál flóttamanna skuli taka upp þar sem að þeir koma inn í­ Schengen. Fólkið veit hinsvegar að það er illa tekið á móti þeim þar sem mest er af flóttamönnunum, og þessvegna nýtir það sér oft ferðafrelsið, og fer þangað sem að það heldur að það eigi meiri séns, t.d. til Íslands.

  Auðvitað eigum við að reyna að hjálpa þessu fólki, okkur ber skylda til þess, en lögin eru skýr.

  Ég vil að allir sem vilja fái landvistarleyfi á Íslandi. Menn fái kannski ekki inn í­ „kerfið“ hjá okkur fyrr en að þeir eru búnir að borga skatta í­ einhvern X tí­ma. Okkur veitir ekkert af því­ að ná í­búatölunni helst upp í­ svona eina milljón, allavegna hálfa.

  Auk þess er mikið skemmtilegra að búa í­ þjóðfélagi sem að hinir ýmsu straumar og stefnur blandast saman.

 4. Nei, þetta er misskilningur Daní­el.

  Það er ekkert sem skikkar okkur til að senda flóttamenn til fyrsta Schengen-lands. Íslensk stjórnvöld hafa vitaskuld ekki afsalað sér réttinum til að taka á móti flóttafólki og fjalla um mál þess, þótt viðkomandi kunni að hafa komið til annars Schengen-lands.

  Það er skýr munur á lagaskyldu og lagaheimild.

 5. Frekar merkilegt að einhver geti komist að þeirri niðurstöðu að flóttamenn eigi „mikinn séns“ hér á Íslandi. Mér finnst reynsla sí­ðustu ára og áratuga ekki sýna það. Þvert á móti!

 6. Svo er það lí­ka tvennt ólí­kt að hælisleitandi fái stöðu sem flóttamaður eða fái landvistarleyfi.

  (Þarf svo ekki amma Ólí­nu að fara að útví­kka titilinn;)

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *