Skárri er kona en kaþólikki…

Bretarnir virðast ætla að gera alvöru úr því­ að breyta lögunum um krúnuna og ryðja ýmsum hindrunum úr vegi. Um það má lesa hér.

Fréttinni á BBC fylgja athyglisverðar niðurstöður úr skoðanakönnun.

Samkvæmt henni vilja 3/4 Breta halda í­ konungsdæmið.

Tæplega tí­undi hver Breti er á móti því­ að konur standi jafnar körlum að erfðum.

Tæplega fimmti hver, er hins vegar á móti því­ að þjóðhöfðingjanum verði leyft að giftast kaþólikka…

…gaman hefði verið að vita hvort breska þjóðin myndi frekast óttast karl- eða kvenkaþólikka sem konungs-/drottningarmaka…