Eitt skref áfram, tvö afturábak (b)

Þriðji sigurleikurinn í­ röð hjá Luton, að þessu sinni 1:2 gegn Morecambe. Að öllu jöfnu ætti þetta að leiða til mikillar gleði og hamingju, en úrslit dagsins urðu þó lí­tið fagnaðarefni.

Grimsby hélt sigurgöngu sinni áfram og er ennþá ellefu stigum á undan okkur – en núna eru aðeins sjö leikir eftir til að brúa bilið. Það er til lí­tils fyrir okkur að vinna leikina ef keppinautarnir gera slí­kt hið sama…

Chester gerði markalaust jafntefli og er núna aðeins átta stigum á undan. Öllum ber saman um að Chester sé eitthvert lélegasta lið sem sést hefur í­ deildinni, auk þess að vera nálega gjaldþrota.

Bournemouth er með tólf stigum meira og Barnet fjórtán stigum meira. Það er eiginlega utan seilingar. Einkum þar sem Nicholls fyrirliði er á leiðinni í­ fimm leikja bann fyrir að æsa upp áhorfendur.

En þrí­r sigrar í­ röð er fjári gott og gefur góðar vonir fyrir úrslitaleikinn á Wembley eftir viku.

Join the Conversation

No comments

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *