Vont

Dóttirinn gróf upp gamalt Fischer Price-kasettutæki og heimtaði að við keyptum í­ það rafhlöður. Það var í­ sjálfu sér allt í­ lagi.

Verra var að henni tækist að finna gamla kasettu með norsk/sænska dúetnum Bobbysocks úr fórum móður sinnar. Helmingurinn af lögunum eru gömul swing-lög í­ anda Borgardætra (Don´t bring Lulu o.þ.h.), en restin er lélegar Blondie-stælingar.

Þetta er skelfilega vont…

# # # # # # # # # # # # #

Á dag var mér boðið sæti á framboðslista eins af nýju framboðunum. Afþakkaði pent. Nóg að hafa einn frambjóðanda á heimilinu.