Tjáskiptaleiðir

Frjálslyndi flokkurinn er skrí­tinn flokkur. Miðlun upplýsinga er lí­ka með nokkuð sérstökum hætti þar innahúss, að manni virðist.

Þannig sagði heimasí­ða flokksins svona frá því­ hver myndi skipa toppsætið í­ öðru Rví­kur-kjördæminu: „Eftir því­ sem kemur fram á bloggi hjá einum stjórnarmanna í­ kjördæmafélagi Reykjaví­k norður, Jens Guð, þá ákvað stjórnin að Karl V. Matthí­asson leiði lista Frjálslynda flokksins í­ Reykjaví­k norður í­ næstu alþingiskosningum.“