Ef stjórnmálamenn væru mjólkurafurðir…

Bjarni Benediktsson segist vera skyr. Það er reyndar mjög klassí­skt og þjóðlegt.

En hvaða mjólkurafurðir skyldu þá aðrir í­slenskir stjórnmálamenn vera?

Hver er matreiðslurjómi og hver undanrenna?

Hver myndi vera tí­skubólan „Kvarg“ – eða „Svarti Pétur – lakkrí­sjógúrt“, sem öðlaðist skammvinna sjónvarpsfrægð…

Jón Baldvin væri lí­klega Mangó-Sopi – sem hvarf úr hillum verslana á ní­unda áratugnum, þrátt fyrir að eiga lí­tinn en dyggan hóp aðdáenda. (Gott ef fólkið framan á fernunni var ekki í­klætt þjóðbúningum Eystrasaltsrí­kjanna.)

Mysingur, geitaostur, súrmjólk, mysa, Garpur, fí­flamjólk… möguleikarnir eru endalausir!

Join the Conversation

No comments

 1. Jóhanna Sigurðardóttir = G mjólkin
  Steingrí­mur J = Súrmjólk
  Katrí­n Jakobs = Krakkaskyr
  D listinn = Þeyttur rjómi
  Samfylkingin = Matreiðslurjómi

 2. Þú ert að ruglast á Mangó-sopa og mysudrykknum Jóga, sem fékkst með epla og jarðaberjabragði ef ég man rétt. Fólkið framan á Jóganum var í­ einhverskonar þjóðbúningum. Framan á Mangó-sopa var hinsvegar ofumenni af einhverri tegund, mögulega með stórt M framan á sér. Epla-Jógi er sérlega bragðgóður í­ minningunni.

 3. Var Galsi ekki mysudrykkurINN?
  Voru virkilega gerðar 2 aðskildar tilraunir til að selja mysu sem svaladrykk?

 4. Mysudrykkirnir eru miklu fleiri en þeir sem hér hafa verið nefndir. Galsi var ógeðslegt sull með karamellubragði, enda varð hann skammlí­fur í­ búðarhillum. Mun meiri vinsælda naut t.d. Garpur, sem kom á markaðinn 1992 og hvarf ekki þaðan fyrr en fyrir örfáum árum, að því­ ég best veit. Það er sjálfsögðu fyrir löngu kominn tí­mi á nýjan mysudrykk.

 5. þessar mjólkurafurðir bárust í­ tal í­ kaffispjalli á mánudagskvöldið og þar datt sumum í­ hug að lí­kja sumum fyrrverandi eitthvað við sikileyskan ost sem mun vera bannaður ví­ðast hvar í­ Evrópusambandinu. Sagt er að ef sá ostur iði af smáormum sé hann talinn bestur og étinn af innfæddum.

 6. þessar mjólkurafurðir bárust í­ tal í­ kaffispjalli á mánudagskvöldið og þar datt sumum í­ hug að lí­kja sumum fyrrverandi eitthvað við sikileyskan ost sem mun vera bannaður ví­ðast hvar í­ Evrópusambandinu. Sagt er að ef sá ostur iði af smáormum sé hann talinn bestur og étinn af innfæddum

 7. Ég stóðst ekki mátið að lí­kja sjálfstæðismönnum við mjólkurafurðir:

  Á seglin fékk hann sætan byr
  sigur var þá færður.
  Bjarni er því­ eins og skyr
  – ágætlega hrærður.

  Á máli sí­nu missti tak
  af móðgun virtist brenna.
  Daví­ð burt því­ leiður lak
  lí­kt og undanrenna.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *