Bjarni Benediktsson segist vera skyr. Það er reyndar mjög klassískt og þjóðlegt.
En hvaða mjólkurafurðir skyldu þá aðrir íslenskir stjórnmálamenn vera?
Hver er matreiðslurjómi og hver undanrenna?
Hver myndi vera tískubólan „Kvarg“ – eða „Svarti Pétur – lakkrísjógúrt“, sem öðlaðist skammvinna sjónvarpsfrægð…
Jón Baldvin væri líklega Mangó-Sopi – sem hvarf úr hillum verslana á níunda áratugnum, þrátt fyrir að eiga lítinn en dyggan hóp aðdáenda. (Gott ef fólkið framan á fernunni var ekki íklætt þjóðbúningum Eystrasaltsríkjanna.)
Mysingur, geitaostur, súrmjólk, mysa, Garpur, fíflamjólk… möguleikarnir eru endalausir!