Ef stjórnmálamenn væru mjólkurafurðir…

Bjarni Benediktsson segist vera skyr. Það er reyndar mjög klassí­skt og þjóðlegt.

En hvaða mjólkurafurðir skyldu þá aðrir í­slenskir stjórnmálamenn vera?

Hver er matreiðslurjómi og hver undanrenna?

Hver myndi vera tí­skubólan „Kvarg“ – eða „Svarti Pétur – lakkrí­sjógúrt“, sem öðlaðist skammvinna sjónvarpsfrægð…

Jón Baldvin væri lí­klega Mangó-Sopi – sem hvarf úr hillum verslana á ní­unda áratugnum, þrátt fyrir að eiga lí­tinn en dyggan hóp aðdáenda. (Gott ef fólkið framan á fernunni var ekki í­klætt þjóðbúningum Eystrasaltsrí­kjanna.)

Mysingur, geitaostur, súrmjólk, mysa, Garpur, fí­flamjólk… möguleikarnir eru endalausir!