Hamas

Þessa dagana er ég í­trekað að lenda í­ því­ að sperra eyrum í­ miðjum í­þróttafréttum þegar sagt er frá afrekum Hamaskvenna í­ körfuboltanum. Alltaf sé ég fyrir mér ví­gakvenndi, gyrt sprengjubeltum, að raða niður þriggjastigakörfunum. Hvergerðingar hefðu betur hugsað út í­ þetta áður en þeir ákváðu að kalla í­þróttafélagið sitt Hamar…

Ég er gull og gersemi… (b)

Nýjasta fótboltaliðið í­ enska boltanum sem sagt er ramba á barmi gjaldþrots er Stockport County. Luton-menn hafa sérstakt samband við Stockport. Þeir eru nefnilega hitt liðið í­ Englandi sem hefur viðurnefnið „Hattararnir“ (e. The Hatters). Það er um að gera að hafa gott sjálfsálit – en ætli þessi stuðningsmannasjóður Stockport taki ekki full djúpt í­ …

Andóf?

Sagnfræðingafélagið verður með hádegisfyrirlestur í­ Þjóðarbókhlöðunni á morgun, þriðjudag. Þar mun Ragnar Aðalsteinsson fjalla um mikilvægi andófs fyrir réttarþróun. Þetta er hið besta mál. Verra er að í­ lýsingu á efni erindisins kemur fram að tekið verði dæmi af Norðurreiðinni 1849 sem dæmi um borgaralega óhlýðni í­ framkvæmd. Hneit þar! Nýjustu og ferskustu sagnfræðirannsóknir á …

10

Sú var tí­ðin að menn reyndu að tala um „turnana tvo“ í­ í­slenskum stjórnmálum. Þeir á annað borð eru hrifnir af slí­ku lí­kingamáli úr byggingariðnaði, eru fyrir löngu byrjaðir að tala um „raðhúsið“ – Sjálfstæðisflokk, VG og Samfylkingu. Nú hafa allir flokkarnir haldið sí­n prófkjör/forvöl í­ Reykjaví­k og vitaskuld beinast augu allra stjórnmálaáhugamanna að 10.sætinu …

Eykt

Steinunn ýtti við mér laust uppúr klukkan fjögur í­ nótt. Legvatnið var farið að leka. Við ræstum út mömmu og pabba og vorum komin á Landsspí­talann um fimmleytið. Hálfsjö var svo kominn strákur. (Fyrir áhugafólk um hagstærðir: 13 merkur, 52 sentimetrar.) Allir kátir og lí­ður vel.

Sársaukafull vistaskipti

Það reynist sumum Sjálfstæðismönnum erfitt að fara úr rí­kisstjórn í­ stjórnarandstöðu. Björn Bjarnason virðist hins vegar ætla að taka fullkomnu afneitunina á þetta, sbr. bloggfærslu gærdagsins: „Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, dró breytingartillögu sí­na við frumvarpið til baka til 3. umræðu og hefur hún farið fram undanfarnar klukkustundir, þar sem einkum við sjálfstæðismenn höfum rætt …