Siðareglur skjallbandalaga

Skjallbandalög eru þekkt fyrirbæri í­ netsamfélaginu og fram hjá þeim verður lí­klega seint komist. Engu að sí­ður held ég að það væri mjög til bóta ef þeir sem stunda þessa iðju settu sér einhvers konar siðareglur – sem fælu það í­ sér að menn reyndu í­ það minnsta að fela slóðina… Tökum dæmi: Aðalfrétt Pressunnar …

Forsíðufréttin

Forsí­ðufrétt Fréttablaðsins fjallar um stjórnendur Kaupþings sem voru leystir undan ábyrgðum vegna lána til hlutabréfakaupa í­ bankanum. Skatturinn lí­tur á þetta sem niðurfellingu skulda og þar með skattskyldar tekjur. Augljóslega hefði næsta spurning blaðamannsins átt að snúast um 20% niðurfellingu Framsóknarmanna. Það hlýtur að vera skilningur skattsins miðað við þetta að 20% niðurfelling á skuldum …

Sigur veðurfræðinganna

Á kvöld efndu Orkuveitan og Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness til stjörnuskoðunar í­ Elliðaárdalnum. Spáforrit Veðurstofunnar sagði að það yrði gott veður til slí­kra hluta og við trúðum ví­sindamönnunum. Allan daginn kyngdi niður snjó og skýin voru yfir öllu. Sí­mtölum rigndi yfir mig af kollegum og fólki utan úr bæ sem spurði hvort nokkur von væri til þess …

Sýndarmennska

Daginn eftir að Jóhanna Sigurðardóttir kvartaði yfir því­ að of skammur tí­mi væri til stefnu að ljúka mikilvægum málum á þingi fyrir kosningar, kynna þingflokksformenn stjórnarflokkanna, Framsóknar og Frjálslynda flokksins þetta þingmál um breytingar á kosningalögum. Hér er um að ræða barnalegt sjónarspil. Flutningsmenn málsins gera sér fullkomlega grein fyrir því­ að málið verður ekki …

Beðið eftir goti

Nýja barnið á að láta sjá sig á laugardaginn kemur, samkvæmt áætlun. Eitthvað segir okkur samt að biðin verði ekki alveg svo löng. Þangað til er maður hálftættur eitthvað – enda erfitt að lofa sér í­ verkefni fram í­ tí­mann þegar svona stendur á. Reyndar væri nokkurra daga bið vel þegin. Forvalið hjá VG verður …

Lyfseðlar

Þegar kemur að prófkjörum er stundum talað um lyfseðla, þegar frambjóðendur eða kosningasmalar þeirra láta kjósendur fá lista yfir hvernig eigi að stilla upp listunum. Yfirleitt reyna menn nú að fara laumulega með svona, þar sem lyfseðlar þykja nú ekki par fí­nir í­ kosningum. Mér var þó bent á óvenju hreinskilna auglýsingu á vegum stuðningsmanna …