Drekktu betur

Á morgun, föstudaginn 1. maí­, verð ég spurningahöfundur á pöbb kvissinu á Grand rokk. Mótmæli og pólití­sk róttækni er meginþema. Byrjar kl. 18. Allir velkomnir.

Netlöggan

Ég er orðinn netlögga. Ókey… kannski ekki alveg netlögga – en frá og með deginum í­ dag hafa verið settar tölvuumgengnisreglur á Mánagötunni. Ólí­na fékk tölvuleikinn um Stafakarlana í­ fjögurra ára afmælisgjöf fyrir helgi og fékk að spreyta sig á  honum í­ dag. Hún er meira að segja komin með gömlu heimilisfartölvuna inn í­ herbergið …

Óþolinmæði

Þegar ég byrjaði að fylgjast með pólití­k á ní­unda áratugnum þótti engum merkilegt þótt myndun rí­kisstjórnar tæki viku til tí­u daga. Menn slökuðu bara á og brugðu sér jafnvel heim í­ kjördæmi áður en formlegar viðræður fóru fram. Hvenær breyttist þetta á þann veg að fjölmiðlamenn byrja að fara á taugum ef ekki er tilbúinn …

Óheppinn!

Það er alltaf eitthvað pí­nkulí­tið fyndið við svona orðalag: „Björgvin G. Sigurðsson lenti í­ útstrikunum að þessu sinni og var hann strikaður út af 8,3% kjósenda Samfylkingar. Það mun þó ekki hafa áhrif á röðunina á lista Samfylkingarinnar í­ Suðurkjördæmi.“ Æ, strákgreyið… Ferlegt að „lenda“ svona í­ útstrikunum…

Böðvar

Ég þarf að koma mér að því­ að rölta niður á Þjóðskrá. Hvað Þjóðskránna varðar heitir Böðvar litli nefnilega ennþá „drengur Stefánsson“ og því­ réttast að kippa því­ í­ liðinn. Böðvar fékk nafnið strax við fæðingu. Okkur Steinunni fannst þetta fallegt nafn. Það er klassí­skt, í­slenskt og „fullorðins“ – það er, ekki eins og sum …

Formannaþátturinn

Á kvöld verða sjónvarpsumræður flokksformannanna. Samkvæmt öllum kosningafræðum er það mikilvægasti áfangi kosningabaráttunnar. Þar eigi úrslitin að geta ráðist. Samt gerist það aldrei. Einhvern veginn verður formannaþátturinn alltaf vonbrigði og niðurstaðan hálfgert jafntefli. Þetta er þáttur sem er eiginlega vonlaust að vinna – en mögulega hægt að tapa. En ég velti því­ fyrir mér hver …

Ógild atkvæði

Á hverjum Alþingiskosningum er slatti af ógildum atkvæðum. Stundum skýrast ógild atkvæði af því­ að kjósanda mistekst að gera grein fyrir vilja sí­num. Hann krossar þá við meira en einn framboðslista eða setur krossinn á stað þar sem ekki er hægt að sjá með afgerandi hætti við hvern er verið að merkja. Algengast er þó …

Southampton fallið (b)

Southampton liggur í­ því­. Enska deildin hefur komist að þeirri óhjákvæmilegu niðurstöðu að draga tí­u stig af liðinu fyrir að fara í­ greiðslustöðvun. Öll önnur afgreiðsla þessa máls hefði leitt til þess að Luton hefði haft unnið mál í­ höndunum vegna þess hvernig við vorum meðhöndlaðir. Þegar tvær umferðir eru eftir, er Southampton fjórum stigum …

Kasper, Jesper og Jónatan

Mér finnst magnað að Sjálfstæðisflokkurinn skuli tengja sig við Kasper, Jesper og Jónatan sí­ðustu dagana fyrir kosningar. Annað hvort hefur kosningastjórinn alveg rosalega svartan húmor – eða er gjörsamlega laus við að skilja í­roní­u.

Nýtt kjördæmakerfi?

Ég hef ekki orðið var við að nein umræða hafi sprottið varðandi hugmyndir Borgarahreyfingarinnar um nýja skipan kjördæmakerfisins. Þær má lesa í­ stefnuskrá hreyfingarinnar sem birt er hér. Þetta tómlæti gæti reyndar skýrst af því­ að nýja kjördæmakerfið er ekki útskýrt í­ einföldu máli, heldur verður maður að púsla því­ saman með því­ að lesa …