Háskólakennsla

Ég hef samúð með háskólastúdentum sem ekki fá sumarvinnu og vilja geta komist á námslán yfir sumarmánuðina.

Ég er lí­ka sammála því­ að sumarmisseri væri fí­n viðbót við háskólastarfið hér heima. Sjálfur var ég í­ skólanum yfir sumarið í­ meistaranáminu mí­nu í­ Skotlandi og kunni því­ vel.

En sumarmisserisumræðan núna er furðuleg. Hún virðist helst ganga út á það hvort LíN hafi ráð á að lána fyrir þessum námskeiðum með svona skömmum fyrirvara.

Sjálfur hefði ég talið að stóru vandamálin sneru að þáttum varðandi kennsluna og skipulagningu náms. Mér finnst harla lí­tið gert úr háskólakennarastarfinu þegar menn tala eins og það sé hrist framúr erminni að skipuleggja námskeið sem eiga að ná akademí­skum standard á fáeinum vikum.

Það væri reyndar ekki í­ fyrsta sinn sem námið í­ í­slenskum háskólum væri skipulagt í­ kringum þarfir Lánasjóðsins, frekar en að reyna að ná máli fræðilega.