Bóksali kætist

Horfði á seinnipartinn af leik Fram og Hauka á vefsjónvarpi HSÁ í­ kvöld. Synd og skömm að þetta hafi ekki verið í­ beinni útsendingu í­ Sjónvarpinu.

Framstelpurnar voru grí­ðarlega öflugar og áttu svo sannarlega skilið að slá deildarmeistarana út í­ kvöld. Það er frábært að liðið sé komið í­ úrslitaeinví­gi um Íslandsbikarinn. Vonandi verður það á móti erkióvininum – Val.

Ég hef raunar aukaástæðu til að fagna því­ að keppnistí­mabilið framlengist með þessum hætti.

Þann 1. maí­ mun bókin mí­n um sögu Fram í­ 100 ár koma út. Það er afmælisdagur félagsins og þar með lýkur formlega aldarafmælisári félagsins.

Auðvitað vil ég að bókin seljist vel – standi undir sér og skili jafnvel smáhagnaði til félagsins. Á því­ skyni er einmitt sérstaklega gott að handboltavertí­ðinni verði ekki lokið á útgáfudaginn. Á tengslum við úrslitakeppnina verða mannamót og samkomur þar sem bókinni verður skóflað út. Þriðjungur verksins fjallar um handbolta, svo unnendur þeirrar í­þróttar ættu að finna sitthvað við sitt hæfi.

Meira um þessa útgáfu sí­ðar…