Formannaþátturinn

Á kvöld verða sjónvarpsumræður flokksformannanna. Samkvæmt öllum kosningafræðum er það mikilvægasti áfangi kosningabaráttunnar. Þar eigi úrslitin að geta ráðist.

Samt gerist það aldrei. Einhvern veginn verður formannaþátturinn alltaf vonbrigði og niðurstaðan hálfgert jafntefli. Þetta er þáttur sem er eiginlega vonlaust að vinna – en mögulega hægt að tapa.

En ég velti því­ fyrir mér hver verði fulltrúi Borgarahreyfingarinnar? Þegar hún kom fram var Herbert Sveinbjörnsson titlaður formaður hennar og fyrsta kastið gnæfði andlitsmynd af honum yfir heimasí­ðu O-listans.

Eftir landsfundahelgi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sendi Borgarahreyfingin hins vegar frá sér yfirlýsingu þess efnis að þar væru enginn formaður eða aðrar slí­kar vegtyllur. Tveimur dögum sí­ðar var listinn yfir stjórnarmenn horfinn af heimasí­ðunni.

ístþór Magnússon hefur þakkað sér þessa ákvörðun Borgarahreyfingarinnar. Hann telur að Herbert hafi verið lækkaður í­ tign, eftir að ístþór afhjúpaði að hann væri að sinna framboðsmálum í­ vinnutí­ma sí­num… (Leyfi mér reyndar að draga þessa kenningu ístþórs í­ efa.)

Á Fréttablaðinu í­ morgun verður Herbert hins vegar aftur fyrir svörum sem flokksforingi – og er nú titlaður formaður stjórnar Borgarahreyfingarinnar.

Það væri reyndar gott að fá að vita, hver væntanlegra þingmanna Borgarahreyfingarinnar muni taka við stjórnarmyndunarumboði ef sú staða kæmi upp eftir kosningar? Verður það Herbert, Þráinn, Birgitta eða einhver annar? Kannski þátturinn í­ kvöld gefi ví­sbendingar um það.

Join the Conversation

No comments

 1. Borgarafundirnir hafa verið helstu vonbrigði kosningabaráttunnar. Vel meint set-up, en lýðræðið er lélegt sjónvarpsefni – því­ miður. Frammí­köllin og lætin á sí­ðasta fundinum voru sorgleg.

  Svona þáttur er samt gott tækifæri fyrir ræðuskörunga eins og Steingrí­m og hann mun örugglega vera bestur.

  Það sem er hins vegar mest spennandi er ekki hvort, heldur hvaða uppátæki ístþór Magnússon býður upp á.

 2. Vandinn er ekki að „lýðræði sé lélegt sjónvarpsefni“, heldur sú staðreynd að allt fólkið í­ salnum var á snærum framboðanna sjálfra – frambjóðendur neðarlega af listum, forystufólk úr ungliðahreyfingum o.s.frv.

  Stapp, húrrahróp og baul fór langt með að skemma þessa þætti.

 3. Það, og lí­ka að það þarf að gefa öllum jafnan tí­ma til að koma sjónarmiðum sí­num á framfæri. Það er sjálfsagt, en drepur niður tempóið og málfundastemmninguna.

 4. Á Bandarí­kjunum er iðulega reynt að fylla svona „town-hall meeting“ af fólki sem er óákveðið og á báðum áttum. Það tekst nú ekki alltaf mjög vel, enda erfitt í­ framkvæmd, en stemningin í­ salnum er a.m.k. dálí­tið önnur en í­ þessum í­slensku kappræðum og menn gæta þess þá að orða spurningar þannig að þeir *virðist* a.m.k. ekki hafa þegar gert upp hug sinn.

  Þetta fyrirkomulag er hins vegar stundum gagnrýnt fyrir að þessir óákveðnu kjósendur séu ekki dæmigerðir fyrir lýðinn í­ heild. Menn eru yfirleitt óákveðnir annaðhvort af því­ að þeir hafa lí­tið fylgst með pólití­k eða vegna þess að þeir liggja einhvers staðar á milli stóru flokkanna í­ skoðunum. Þannig hafa miðjumoðaðar og þeir sem fylgjast lí­tið með meiri áhrif á umræðuna en eðlilegt kann að vera.

  Hins vegar hlýtur að vera hægt að gera eitthvað til þess að bæta svona í­slenska þætti. Það er ósköp þreytandi þegar menn koma úr sal og hefja langan illa skipulagðan reiðilestur yfir tilteknum stjórnmálamanni sem þeim er augljóslega meinilla við – sí­ðan kemur einhver ósvaranleg „ætlarðu að hætta að berja konuna þí­na?“ spurning í­ endann. Svona í­ verstu tilfellum.

 5. Ég vona að Þór Saari komi fram fyrir hönd Borgarahreyfingarinnar, hann er lang efnilegasti frambjóðandinn að mí­nu mati og nú þekki ég hreyfinguna ekki öðruví­si en úr fjölmiðlum.

 6. Ég held að hugmyndafræðin að baki þessara þátta hjá RÚV sé gjörsamlega röng. Og hugmyndarí­kt fólk ætti að stofna með sér hóp sem fætt gæti af sér nothæfar tillögur fyrir næstu kosningar. Sú skoðun til dæmis sem lengi hefur verið rí­kjandi þar á bæ að sjónvarpsáhorfandi þoli ekki andlit af manneskju sem ekki starfar í­ sjónvarpinu nema í­ tí­u, tuttugu sekúndur á skjánum -og spyrlar eigi ekki að skapa samræðugrundvöll heldur höggva mann og annan- drepur svona þætti.

 7. Fær ekki formaðurinn aukasporslu frá rí­kinu fyrir þau mikilvægu störf?

  Ég man ekki betur en það hafi verið múturnar sem þurftu til að formenn flokkanna samþykktu eftirlaunafrumvarpið alræmda.

  Steingrí­mur J sem grætt hefur mest á þessu flúði í­ kjölfarið til fjalla.

  Ætli Þráinn taki ekki að sér formennsku í­ hreyfingunni? Það virðist vera mikið hagsmunamál fyrir þjóðina að gera rí­kislistamanninn að hálaunamanni. Er þá ekki eðlilegt að við bætist þóknun vegna formennsku? Hvað skyldi það þýða? Milljón á mánuði?

 8. Hvaða máli skiptir það hver er formaður? Mér skilst að Borgarahreyfingin sendi þann mann í­ málið sem þekki best til í­ hverju tilviki. Formenn fara því­ miður of sjaldan eftir þeirri reglu. Og sjaldan þegja þeir þegar gott væri að aðrir með meira vit kæmust að.

  Fann ég eigi orðin þá,
  er ég segja vildi.
  Varð því­ feginn eftir á,
  að ég þegja skyldi.
  (eftir Vilhjálm Hjálmarsson)

 9. Ég vona að Þráinn verði þeirra „formaður“ í­ kvöld og að spyrlar hafi vit á því­ að spyrja hann um siðleysi hans, sem felst í­ því­ að ætla sér að þiggja bæði þingfararkaup og heiðurslaun listamanna. Með því­ sýnir hann að Borgarahreyfingin er ekkert betri eða hreinni en aðrir, því­ þetta er sambærilegt við að þiggja eftirlaun og laun á sama tí­ma – sumsé, „eftirlaunaósómi“.

  Þráinn hefur ekki getað fært rök fyrir þessari siðlausu ákvörðun sinni, heldur þvert á móti sýnt af sér dæmalausan hroka sem hefði fengið þá Daví­ð og Halldór til að lí­ta út sem leikskólabörn.

  En spyrlar RÚV hafa reyndar staðið sig illa til þessa; klikka lí­klega á þessu lykilatriði í­ kvöld…

 10. Mér finnst reyndar mjög kúnstugt að það framboð sem hefur talað ákveðnast fyrir því­ að persónukjör sé mikilvægt í­ stjórnmálum – að það sé ekki nóg að velja framboð og stefnuskrár, einstaklingarnir skipti máli – sé jafnframt það framboð sem leggur minnst upp úr einstaklingunum. Ég held að það skipti máli hver færi með stjórnarmyndunarumboð fyrir hönd Borgarahreyfingarinnar ef til slí­ks kynni að koma.

  Það sem ég heyri á fólki í­ kringum mig, er að Margrét Tryggvadóttir úr Suðurkjördæmi og Þór Saari úr Suðvestur, þyki vænlegustu kandí­datar framboðsins. Það yrði hreyfingunni væntanlega til framdráttar að tefla fram öðru hvoru þeirra.

  Þráinn Bertelsson er hins vegar umdeildari – þó ekki væri nema vegna þess að hann var gallharður Framsóknarmaður í­ byrjun þessa árs, en gekk úr flokknum þegar hann sá ekki fram á að komast í­ almennilegt sæti á framboðslista. Þess vegna er það skrí­tið að Þráinn skuli (eftir því­ sem ég best veit) vera eini frambjóðandinn sem hreyfingin sér ástæðu til að setja á veggspjöld og lí­ma upp um borg og bý.

  Mér finnst þetta fyrst og fremst kyndugt – en hef svo sem ekki miklar skoðanir á því­ hvaða fólk aðrar stjórnmálahreyfingar velja sér til forystu…

 11. Sem aldrei fyrr er nú mikilvægt að hugsa út fyrir boxið. Við erum bara vön í­slenskum stjórnmálaflokkum og þeirra reglum. Komið er í­ ljós að uppstokkun þarf varðandi flokkana og ALLT sem þeir standa fyrir og ALLT sem þeir eru vanir að bjóða okkur upp á.

  Hvað varðar í­slenska fjölmiðla þá fengu þeir falleinkunn í­ vetur og þeir vinna undir ægivaldi eigenda sinna. Á þessum framboðsfundum passa stjórnendur ekki upp á einföldustu atriði s.s. að allir hafi sem jafnastan tí­ma.
  Á Reykjaví­kSuður-þættinum fékk Guðlaugur Þór greinilega pantaðan tí­ma til að gera hreint fyrir sí­num dyrum. Og tókst það ágætlega því­ hann er rútí­neraður markaðs-hrappur.

  Það er búið að heilaþvo okkur svo við erum orðin sljó. Það er ekki sanngjarnt að krefjast þess að nýtt framboð skilgreini sig eftir gömlum, klisjukenndum reglum spilltra flokka og klí­ku-fjölmiðla.

 12. Falla listamannslaun ekki niður ef maður er í­ meira en 30% starfi annars staðar?
  Málið dautt?

 13. Afskaplega eru sum þessara kommenta á lágu plani.
  Það sem mér hefur skilist af því­ sem ég hef séð í­ fjölmiðlum hafa þessir borgarahreyfingarmenn engan áhuga á hefðbundnum þingstörfum innan þess kerfis sem nú er við lýði. Þeir eru að bjóða sig fram gegn hefðbundnu kerfi sem þeir segja stuðli að spillingu. Ég er nú bara nokkuð sammála þeim í­ því­.
  Og mér þykir ljóst af sumum þessara kommenta hér og annars staðar að varðhundar valdsins hafa greinilega miklar áhyggjur af þessu og reyna í­ grí­ð og erg að ní­ða skóinn af einstaklingum innan þessa framboðs.
  Einnig fynnst mér þær athugasemdir sem látnar hafa verið falla um ístþór Magnússon, einstaklega ósmekklegar, og lýsa hugarfari þeirra sem alls ekki vilja neinar breytingar á stjórnkerfinu. Maðurinn á rétt á sinni skoðun og að henni sé flaggað á jafnt við allar hinar. Það sem flestir virðast hafa á móti ístþóri, er að hann sé skrýtinn. Og hvað? Ætlið þið að segja mér að Össur Skarphéðinsson sé ekki skrýtinn? Hvað um Hannes Hólmstein Gisurarson, er hann ekki skrýtinn? Þetta er ekki málefnalegt og er ljót umræða.
  Takk fyrir.

 14. Stefán : Ég held ekki að Borgarahreyfingin sé að hengja upp myndir af Þráni út um allt. Það er Þráinn sjálfur sem sér algerlega um það, að ég tel.

  Þráinn passar ekki alveg inn í­ þennan flokk að mí­nu mati og er lí­klega í­ sí­nu sæti eingöngu því­ hann var fljótur til.

  Hvað varðar listamannalaunin, þá er ekki um listamannalaun að ræða, heldur heiðurslaun, sem er hans réttur í­ dag og ástæðulaust að hafna þó hann fari á þing. Þráinn er ekki að vinna fyrir þessum launum og ég efast um að það sé eitthvað ætlast til þess ef út í­ það er farið.
  Það er ástæðulaust að heimta að menn afsali sér einhverju sem þeir hafa unnið sér inn áður, þó menn fari á þing.
  Hinsvegar bendi ég á að í­ mörgum flokkum hafa þingmenn unnið önnur störf samhliða þingstörfum, jafnvel hjá rí­kinu og fengið greidd fyrir það laun.

  Að því­ sögðu mun ég kjósa Borgarahreyfinguna en strika Þráinn út.

  Ég reikna sí­ðan ekki með öðru en að Þór Saari fari í­ þáttinn í­ kvöld.

 15. Sammála sí­ðasta ræðumanni. Mér finnst tilefni til að setja pólití­skt spurningamerki við Þráinn vegna þess að hann var Framsóknarmaður þangað til að ljóst var að það yrði ekki leið hans inn á þing.

  Það er hins vegar út í­ hött að draga inn listamannalaunin í­ þessu samhengi og afar ómálefnalegt.

 16. næstsí­ðasta ræðumanni átti þetta ví­st að vera…

  – En er Þráinn Berthelsson í­ alvörunni að prenta sjálfur plaköt með mynd af sér til dreifingar óháð framboðinu! Magnað ef satt er.

 17. Það tilkynnist hérmeð að sameiningu vinstrimanna, þeirri er hófst á ofanverðum 10. áratug sí­ðustu aldar, er hérmeð lokið.

 18. Hversu mörg atkvæði þarf Borgarahreyfingin að fá til þess að Þráinn komist inn? Hversu margir þurfa að strika út Þráinn til þess að hann falli niður um sæti?

 19. Og já, ég gerði strax ráð fyrir því­ að Þráinn væri sjálfur að prenta og hengja upp myndir af sér um allan bæ. Gat varla annað verið.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *