Formannaþátturinn

Á kvöld verða sjónvarpsumræður flokksformannanna. Samkvæmt öllum kosningafræðum er það mikilvægasti áfangi kosningabaráttunnar. Þar eigi úrslitin að geta ráðist.

Samt gerist það aldrei. Einhvern veginn verður formannaþátturinn alltaf vonbrigði og niðurstaðan hálfgert jafntefli. Þetta er þáttur sem er eiginlega vonlaust að vinna – en mögulega hægt að tapa.

En ég velti því­ fyrir mér hver verði fulltrúi Borgarahreyfingarinnar? Þegar hún kom fram var Herbert Sveinbjörnsson titlaður formaður hennar og fyrsta kastið gnæfði andlitsmynd af honum yfir heimasí­ðu O-listans.

Eftir landsfundahelgi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sendi Borgarahreyfingin hins vegar frá sér yfirlýsingu þess efnis að þar væru enginn formaður eða aðrar slí­kar vegtyllur. Tveimur dögum sí­ðar var listinn yfir stjórnarmenn horfinn af heimasí­ðunni.

ístþór Magnússon hefur þakkað sér þessa ákvörðun Borgarahreyfingarinnar. Hann telur að Herbert hafi verið lækkaður í­ tign, eftir að ístþór afhjúpaði að hann væri að sinna framboðsmálum í­ vinnutí­ma sí­num… (Leyfi mér reyndar að draga þessa kenningu ístþórs í­ efa.)

Á Fréttablaðinu í­ morgun verður Herbert hins vegar aftur fyrir svörum sem flokksforingi – og er nú titlaður formaður stjórnar Borgarahreyfingarinnar.

Það væri reyndar gott að fá að vita, hver væntanlegra þingmanna Borgarahreyfingarinnar muni taka við stjórnarmyndunarumboði ef sú staða kæmi upp eftir kosningar? Verður það Herbert, Þráinn, Birgitta eða einhver annar? Kannski þátturinn í­ kvöld gefi ví­sbendingar um það.