Böðvar

Ég þarf að koma mér að því­ að rölta niður á Þjóðskrá. Hvað Þjóðskránna varðar heitir Böðvar litli nefnilega ennþá „drengur Stefánsson“ og því­ réttast að kippa því­ í­ liðinn.

Böðvar fékk nafnið strax við fæðingu. Okkur Steinunni fannst þetta fallegt nafn. Það er klassí­skt, í­slenskt og „fullorðins“ – það er, ekki eins og sum krúttlegu smábarnanöfnin sem eiga eftir að verða hálfkyndug á fí­lefldum togarajöxlum. Svo skipti máli að nafnið á sér sögu í­ fjölskyldunni.

Afabróðir minn hét Böðvar Steinþórsson. Hann fékk nafnið í­ höfuðið á Böðvari Egilssyni Skallagrí­mssonar. Langamma var skáldkona og með brennandi áhuga á fornbókmenntunum.

Bauji frændi dó sama ár og ég fæddist. Um þær mundir bjuggu mamma og pabbi heima hjá honum. Mér skilst að það hafi komið sterklega til greina að ég fengi Böðvarsnafnið og Þóra systir héti þessu nafni, ef hún hefði verið strákur.

Böðvar var félagsmálamaður. Starfaði innan Sjálfstæðisflokksins og var m.a. varabæjarfulltrúi. Hann átti lí­ka sæti í­ stjórn Fram um tí­ma. Aðalfélagsstörfin voru þó á vegum Matsveinafélagsins, þar sem hann var formaður um árabil.

Lengst af var Bauji bryti hjá Skipaútgerð rí­kisins – einkum á Esjunni. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því­ hversu þjóðkunnur maður hann var, en sí­ðustu vikurnar hefur komið í­ ljós að ótrúlega margt fólk sem komið er yfir miðjan aldur man eftir Böðvari bryta á Esjunni. Það segir skemmtilega sögu um þjóðfélag þess tí­ma.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *