Óþolinmæði

Þegar ég byrjaði að fylgjast með pólití­k á ní­unda áratugnum þótti engum merkilegt þótt myndun rí­kisstjórnar tæki viku til tí­u daga. Menn slökuðu bara á og brugðu sér jafnvel heim í­ kjördæmi áður en formlegar viðræður fóru fram.

Hvenær breyttist þetta á þann veg að fjölmiðlamenn byrja að fara á taugum ef ekki er tilbúinn málefnasamningur og ráðherralisti tæpum tveimur sólarhringum eftir kosningar?

Úr því­ að það er hræðilegt krí­su- og veikleikamerki að flokkar þurfi að ræða saman eftir kosningar – hver er þá tilgangurinn með kosningum? Eiga kosningar ekki einmitt að vera mæling á styrk ólí­kra stefna og þannig grundvöllur fyrir samningaviðræður?

Legg til að fjölmiðlarnir snúi sér bara að Evróvisí­on í­ staðinn. (Miðað við alla þá ógæfu sem dunið hefur yfir þjóðarbúið væri nefnilega alveg eftir öðru að við „lendum í­ að vinna“.)

Join the Conversation

No comments

  1. Ég er ekki viss, en mig grunar að ástandið í­ efnahagsmálum hafi eitthvað með þetta að gera. Jafnvel að fólk hafi fólk áhuga á að vita í­ hvaða átt skútan er að stefna. En þetta eru auðvitað bara ágiskun hjá mér.

  2. Þetta er rétt hjá Stefáni, þessi óþolinmæði er skrýtin og hún hófst ekki núna. Vissulega má segja að nú sé brýnna en fyrr að eyða óvissu um pólití­ska forystu landsins, en það er fullkomlega skiljanlegt og eðlilegt að flokkarnir taki sér tí­ma til þess að ráða ráðum sí­num. Taki a.m.k lengri tí­ma til þess en þegar til minnihlutastjórnarinnar var stofnað, en ég hugsa að flestir geti tekið undir það nú að hún var mynduð í­ nokkrum flýti og sumir ráðherrarnir tóku að sér fleiri verkefni en þeir gátu vel ráðið við.

  3. Vissulega ýtir eitthvað undir þau óvissumál og þreningar sem hrjá þjóðina en þetta trend hófst fyrir hrunið. Ekki tók stjórnarmyndun Samfó og Sjálfstæðis langan tí­ma.

  4. Það má eyða púðrinu á meðan í­ það að þrýsta á fjórflokkinn um að veita okkur sjálfsögð lýðræðisleg réttindi þannig að 1 maður 1 atkvæði sé í­ heiðri haft.

    „Turnarnir þrí­r“ græddu mest á atkvæðamisvæginu og ég er bara hálfur Íslendingur samkvæmt gildi atkvæðisins mí­ns. Hvaða lí­kur eru á því­ að Alþingi geri mig að heilum Íslendingi í­ næstu kosningum?

    Útreikningar: http://bladblogg.blog.is/blog/bladblogg/entry/865709/

  5. Oh my goodness! Why didn’t I think of the?! Thank you for sharing these great ideas! I are not able to wait to receive to get the job done in the morning and get started on my new Pinterest board ideas! Yay!

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *