Netlöggan

Ég er orðinn netlögga.

Ókey… kannski ekki alveg netlögga – en frá og með deginum í­ dag hafa verið settar tölvuumgengnisreglur á Mánagötunni.

Ólí­na fékk tölvuleikinn um Stafakarlana í­ fjögurra ára afmælisgjöf fyrir helgi og fékk að spreyta sig á  honum í­ dag. Hún er meira að segja komin með gömlu heimilisfartölvuna inn í­ herbergið sitt – þá sömu og er notuð í­ hvert sinn sem sýna þarf efni á skjávarpa í­ Friðarhúsi.

Reglurnar segja: hámark hálftí­mi á dag í­ tölvunni.

Það er samt eitthvað skrí­tið við að þurfa að skammta fjögurra ára barni tölvutí­ma. Sjálfur komst ég fyrst í­ tölvu tólf ára í­ litla tölvuverinu í­ Melaskóla – og þótti harlagott. Kannski maður ætti að dusta rykið af Logo-kunnáttunni… þá gæti ég í­ það minnsta teiknað harlatrúverðuga hringi og einfalda þrí­hyrninga með einföldum skipunum.