Bóksali kætist

Horfði á seinnipartinn af leik Fram og Hauka á vefsjónvarpi HSÁ í­ kvöld. Synd og skömm að þetta hafi ekki verið í­ beinni útsendingu í­ Sjónvarpinu. Framstelpurnar voru grí­ðarlega öflugar og áttu svo sannarlega skilið að slá deildarmeistarana út í­ kvöld. Það er frábært að liðið sé komið í­ úrslitaeinví­gi um Íslandsbikarinn. Vonandi verður það …

Íslenska sérstaðan

Það eru skynsamleg viðbrögð að fyllast tortryggni þegar menn grí­pa til hugmyndarinnar um „sérstöðu Íslands“ í­ pólití­skum umræðum. Á langflestum tilfellum er þar um falsrök að ræða. Almennt séð hljóta sömu viðmið að gilda hér á landi sem annars staðar – en ekki hvað? Evrópusambandsmálið er gott dæmi um þetta. Sumir andstæðingar ESB-aðildar vilja grí­pa …

Ég man…

…eftir framboði Öfgasinnaðra jafnaðarmanna í­ kosningunum 1991. Þeir voru sniðugir – og einn besti djókurinn var nafnið: „öfgasinnaður jafnaðarmaður“ var talið mótsögn í­ sjálfu sér, ekki ósvipað og „byltingarsinnaður kerfiskarl“. Nú þarf að endurskoða djókinn í­ ljósi þessara frétta…

Óvenjuleg hreinskilni stjórnmálaflokks

Krafa samtí­mans er hreinskilni í­ stjórnmálum. Fólk er orðið leitt á heyra stjórnmálamenn lofa meiru en þeir geta staðið við. Ég held samt að Samfylkingin sé nú búin að setja ný viðmið þegar kemur að hreinskilni… Á stefnulýsingu flokksins – sem ber reyndar yfirskriftina Manifesto (neinei – það er ekkert hallærislegt…) segir í­ kaflanum um …

Hið kunna breska vefrit…

Óli Tynes er í­ góðum gí­r á Ví­si í­ dag. Hann flytur þar fregnir af Icesave-málum. Þar segir: „Breska vefritið TimesOnline segir að tugir breskra sveitarfélaga muni skipta með sér allt að 200 milljónum sterlingspunda af fé sem þau áttu inni á Icesave reikningum Landsbankans.“ Já… hér hefðu sumir talað um vefútgáfu Lundúnablaðsins The Times …

Handboltaslúðrið

Merkilegur slúðurmoli á fréttavefnum handbolti.is – samkvæmt honum munu tveir ágætir Framarar, Knútur Hauksson og Guðmundur B. Ólafsson, taka stjórn HSÁ sem formaður og varaformaður. Þetta eru góðar fréttir fyrir sambandið ef réttar eru, enda um afbragðsmenn að ræða. Það hlýtur samt af vera óvenjulegt að sama félag leggi til formanninn og varaformanninn í­Â  stóru …

Gleðiefni

Sjálfstæðismenn hafa undanfarna daga gengið sí­fellt harðar fram í­ árásum á VG. Þessu hlýtur maður að fagna. VG hefur alla tí­ð lagt áherslu á að flokkurinn og í­haldið séu andstæðir pólar í­ í­slenskum stjórnmálum. Andúð Sjálfstæðismanna á vissum hlutum í­ fari sumra Samfylkingarmanna og blint hatur þeirra á Ingibjörgu Sólrúnu Gí­sladóttur persónulega, hefur hins vegar …

Það er fullkomnað!

Lesendur þessarar sí­ðu kannast við nafn írna Bjarnar Guðjónssonar. Hann bauð sig fram í­ prófkjöri VG – eins og vakin var athygli á hér. Því­ næst var honum teflt fram í­ heiðurssæti Borgarahreyfingarinnar í­ Suðurkjördæmi – eins og vakin var athygli á hér. Eftir að bloggfærslan mí­n um málið birtist, var írna Birni snarlega skipt …

Viltu skrifa reyfara?

Á morgun stendur Minjasafn Orkuveitunnar fyrir gönguferðinni „Undirheimar Laugardalsins“. Þar mun ég með aðstoð góðra manna leiða gesti um dalinn, þar sem skoðað verður að tjaldabaki ýmissa þeirra tæknikerfa sem finna má á svæðinu og fjallað um sögu þeirra. Uppleggið er að þarna fái fólk að skoða eitt og annað sem er almenningi hulið aðra …

Málaferli

Frá því­ að ég var unglingur, hef ég reglulega fengið slæman munnangur. Það er ömurlegt helví­ti. Fyrir nokkrum mánuðum sí­ðan rak ég augun í­ það á netinu að Zendium-tannkrem innihéldi einhver ensí­m sem hindruðu munnangur. Það sví­nvirkar. Frá því­ að ég byrjaði að tannbursta mig með Zendium, hefur óværan ekki látið á sér kræla. Rökrétt …