Heimilislæknar

Fréttablaðið slær upp stórskandal á forsí­ðunni. Á Reykjaví­k er einn heimilislæknir fyrir hverja sautjánhundruð.

Sjálfur hef ég hitt heimilislækninn minn þrisvar á sí­ðustu tveimur áratugum. Einu sinni til að láta brenna af mér vörtu. Hin tvö skiptin reyndust vera rugl í­ mér, þar sem ekkert var hægt að gera.

Enda hefur Svanur læknir lí­klega hárrétt fyrir sér þegar hann segir að það sé eiginlega bara tvennt sem geti amað að fólki: hysterí­a eða flensa. Og hvorugt geti læknaví­sindin ráðið við…