Ormslev og Thatcher

Ég ólst upp í­ Vesturbænum. Fyrstu árin bjó ég í­ blokk á Hjarðarhaga og frá ní­u ára aldri átti ég heima í­ Frostaskjóli.

Þrátt fyrir nálegðina við KR-völlinn var ég Framari. Afi var Framari og fór með mig á leiki, auk þess sem KR var hundleiðinlegt varnarlið í­ byrjun ní­unda áratugarins þegar ég var að velja.

Pétur Ormslev var sem sagt hetjan mí­n. Hann var besti fótboltamaður á Íslandi. ísgeir Elí­asson var besti þjálfari landsins – og mér fannst mjög merkilegt að hafa hitt Þorvald son hans og að þeir Bjössi frændi væru vinir. Fram var langflottasta liðið á Íslandi og yrði það um alla framtí­ð!

En þrátt fyrir sannfæringu mí­na um ágæti Fram og Péturs Ormslevs, vissi ég að þetta væri ekki meirihlutaskoðun í­ hverfinu. Eins kátur og ég varð þegar Framarar nældu í­ Íslandsmeistaratitilinn 1990 með marki á lokamí­nútunum og skildu KR-inga eftir með sárt ennið, gerði ég mér engar grillur um að flaggað yrði um allan Vesturbæ að því­ tilefni.

Svona var ég nú klókur að lesa stöðuna!

Gí­sli Marteinn Baldursson skrifar um pólití­ska arfleið Margrétar Thatcher á blogginu sí­nu. Hann er frjálshyggjumaður og kann því­ vel að meta Thatcher, skiljanlega. Jafnvel mætti segja að aðdáun hans á Járnfrúnni sé jafn fölskvalaus og álit mitt á Pétri Ormslev. Ég held með bláum í­ í­slenska boltanum – hann heldur með bláum í­ breskum stjórnmálum.

Sá er þó munurinn, að Gí­sli virðist gjörsamlega blindur á umhverfi sitt. Hann lýkur pistlinum á þessum orðum: Rétt eins og Thatcher sagði sjálf þegar hún yfirgaf Downingstræti 10 í­ sí­ðasta sinn: „Við yfirgefum nú Downingstræti í­ sí­ðasta sinn eftir 11 og hálft yndislegt ár, og við erum mjög glöð með að við skiljum við Bretland í­ miklu, miklu betra ástandi en þegar við komum hingað fyrir ellefu og hálfu ári.“ Fáir andmæltu þessu mati hennar þá og enn færri gera það nú, 30 árum sí­ðar.

Öhh…

…öhh…

…nei!

Gí­sli Marteinn hefur búið í­ Skotlandi í­ uppundir ár, ef mér telst rétt til. Á því­ ljósi, hljóta þessi lokaorð að teljast einhvers konar met í­ blindu á umhverfi sitt. Margrét Thatcher er hataðasta kona í­ Skotlandi. Til skamms tí­ma skoraði barnamorðinginn Myra Hindley næstum eins hátt í­ könnunum meðal Skota yfir núlifandi konur sem fólki væri verst við. Eftir að Myra dó árið 2002, hefur þetta ekki verið nein samkeppni.

Sí­ðustu ár sí­n í­ embætti, kom Margrét Thatcher helst ekki til Skotlands nema fyrirvaralaust og án auglýstrar dagskrár. ístæðan var sú að ekki var talið hættandi á að gefa heimamönnum lengri fyrirvara af ótta við að einhver tæki sig til og stútaði kerlu. Slí­kar voru óvinsældirnar.

íhaldsflokkurinn fékk ekki þingmann kjörinn í­ Skotlandi í­ mörg ár, eftir að Thatcher hafði lokið sér af við að rústa samfélaginu. Á kosningum átti flokkurinn ekki séns í­ Verkamannaflokkinn, SNP eða Frjálslynda demókrata. Spurningin var frekar hvort íhaldsmönnum tækist að klóra inn fleiri atkvæðum en smáflokkar yst á vinstri vængnum eða grí­nframboð þar sem frambjóðendur voru í­klæddir trúðabúningum.

Gí­sli Marteinn getur alveg haldið upp á Margréti Thatcher og talið hana mikinn stjórnmálamann. Það er hins vegar algjörlega galið að reyna að endurskrifa söguna á þann hátt að Thatcher hafi látið af störfum í­ sátt við guð og menn og hlotið góð eftirmæli hjá allri alþýðu manna. Þetta er eiginlega á pari við að segja að Hitler hafi ákveðið að hætta á toppnum vorið 1945, úr því­ að flestum pólití­skum markmiðum hans hafi verið náð.