Kjarabót

Um daginn fékk ég tilkynningu frá rí­kinu um barnabæturnar. Ég varð undrandi – fannst upphæðin hærri en búist hafði verið við. Nennti svo sem ekki að grafa upp gömlu seðlana, en sá samt að einhver breyting hafði orðið.

Fór að reyna að rifja upp hvort ég hefði misst af fréttum um  endurskoðun á barnabótakerfinu – kannski einhver hækkun hafi átt sér stað um áramótin? Jafnvel eitthvað í­ tengslum við sí­ðustu kjarasamninga…

Hætti svo að hugsa um þetta – en var hinn kátasti með hið opinbera.

Það var svo ekki fyrr en í­ gær að það flögraði að mér, að lí­klega tengdist þetta því­ að ég á tvö börn núna…