Chester & Darlington (b)

Á janúar fór ég til Darlington og sá Luton tapa illa. Darlington er smáborg í­ norðanverðu Englandi með 125 ára sögu. Lengst af hefur félagið þekkt sitt magamál og ekki reynt að blanda sér í­ slag stóru liðanna.

Fyrir nokkrum árum eignaðist metnaðarfullur – eða öllu heldur stórmennskubrjálaður maður félagið. Hann byggði völl fyrir um það bil 25.000 manns, fyrir félag sem telur gott að ná 4.000 á leik. En eigandinn ætliaði lí­ka í­ útrás. Liðið átti að komast hratt upp deildarkeppnina og spila fyrir fullu húsi í­ efstu eða næstefstu deild.

Upp frá þessu hefur völlurinn verið kyrkingaról sem hægt og bí­tandi er að drepa klúbbinn. Núna er Darlington í­ greiðslustöðvun og sí­ðast í­ dag tilkynnti maðurinn sem boðist hafði til að kaupa félagið, að hann væri hættur við vegna deilna um völlinn. Knattspyrnustjórinn er farinn og búinn að taka hluta af starfsliðinu með sér. Rekstrarstjóri félagsins tilkynnti fyrr í­ dag um að stórum hluta almennra starfsmanna hefði verið sagt upp. Leikmenn munu ekki fá laun greidd í­ sumar, sem þýðir að þeim sem komist geta á samning annars staðar er frjálst að yfirgefa félagið án þess að greiðsla komi fyrir.

Það er ekkert sem bendir til þess í­ dag að Darlington geti teflt fram lí­fvænlegu liði næsta vetur. Enska deildin er því­ í­ þeirri stöðu að hún getur ví­sað félaginu á braut. Þá yrðu annað hvort 23 lið í­ neðstu deild eða að Chester City, næstneðsta liðið í­ ár, fengi að koma í­ staðinn. Lí­klegast er þó að deildin taki þann kostinn að leyfa Darlington að hefja leik og vona það besta. Sú afstaða er raunar rökrétt í­ ljósi sögunnar – reynslan hefur sýnt að það breytir engu hversu illa er komið fyrir fótboltaliðum, alltaf skal heimskur fjárfestir vera reiðubúinn að stí­ga fram.

…þessi regla hefur þó lí­klega ekki sama gildi í­ miðri efnahagskreppu.

Það eru því­ raunhæfar lí­kur á að Darlington verði ekki bjargað. Félagið gæti hreinlega verið lagt niður og 125 ára sögu hent í­ ruslið. Minnisvarðinn um hrunið mun þó standa áfram, 25.000 manna völlur sem aldrei hefur farið nálægt því­ að fyllast.

Skyndilega er Chester City því­ komið í­ bullandi séns að endurheimta sæti sitt í­ deildarkeppninni. Það eru óvænt tí­ðindi fyrir eigendur þessa liðs, sem fær svo fáa áhorfendur að það getur aldrei talist sjálfbært. Við það bætist að eigandinn er talinn hálfgerður glæðamaður, enda náinn vinur breskra mafí­ósa. Talið var dagaspursmál hvenær félagið færi í­ greiðslustöðvun og stuðningsmenn Chester voru uppteknir við að velta því­ fyrir sér hversu mörg mí­nusstig félagið byrjar með á næsta ári – ef þeim verður á annað borð hleypt inn í­ efstu deild utandeildarkeppninnar.

Eitthvað segir mér að fréttir af Chester og Darlington eigi eftir að halda okkur áhugamönnum um fjármál neðrideildarliða við efnið langt frameftir sumri…