Hans klaufi

Fréttum af því­ seinnipartinn að boðið væri upp á barnaleiksýningu í­ Bókasafni Kópavogs – Hans klaufa. Við feðginin mættum og skemmtum okkur ágætlega innan um u.þ.b. tuttugu börn og álí­ka marga fullorðna.

Á kjölfarið var ævintýrið um Hans klaufa dregið fram til kvöldlestrar.

Sagan er miklu skemmtilegri en mig óraði fyrir. Ég hafði sí­ðast lesið ævintýrið sem barn og mundi því­ bara eftir stóru dráttunum í­ plottinu: prinsessunni sem reynir að fipa alla bókabéusana í­ hópi vonbiðlanna með því­ að svara út í­ hött og fáráðnum Hans klaufa sem lætur sér ekki bregða við það, heldur svarar út í­ hött (eins og vænta mátti) og fær hálft kóngsrí­kið að launum.

(Er ekki alveg viss um hver sé hinn uppbyggilegi mórall í­ sögunni.)

En alveg höfðu sum smáatriðin í­ sögunni farið fram hjá mér. Brandararnir á kostnað iðnaðarfélagsstjórans – sem endar á að fá drulluköku í­ smettið – eru bestir. Er einhver forsaga á bak við þetta iðnaðarfélagsstjóragrí­n H.C. Andersens?

# # # # # # # # # # # # #

Á gagnrýninni á Seðlabankann í­ aðdraganda bankahrunsins hefur sérstaklega verið bent á að það hafi verið mistök að rýmka bindiskylduna. Núna hefur bindisskyldan hins vegar verið afnumin…

…ég er viss um að það liggur snjall orðabrandari einhversstaðar í­ þessu…