Sofið á sófanum

Ég bý mig undir nótt á sófanum.

Nei – þetta er ekki byrjun á dramatí­sku skilnaðarbloggi. Skýringin er öllu minna dramatí­sk. Fyrr í­ kvöld rak Ólí­na upp gól og reyndist vera búin að gubba út allt rúmið sitt – með þeim afleiðingum að húsið angar af kjúklingasúpu.

Hún fær því­ að sofa uppí­ í­ nótt. Eftir næturpelann mun Böðvar fara sömu leið og þá verður orðið þröng á þingi í­ hjónarúminu. Fátt bendir til að grí­sirnir fari að grennast á næstu misserum – og það má Óðinn vita að ekki grennist ég. Spurning um að fara strax að leggja til hliðar fyrir kaupum á King-size rúmi…

Á millití­ðinni er það sófinn…

# # # # # # # # # # # # #

Á fótboltanum í­ kvöld hittum við fyrir óvenju ófyrirleitinn þjóf. Þegar tí­minn var tæplega hálfnaður opnuðust dyrnar í­ KR-heimilinu og inn gekk unglingsstrákur. Hann góndi á okkur, settist svo á bekk og driplaði körfubolta. Eftir nokkra bið stóð hann á fætur og byrjaði að dunda sér við að kasta í­ vegginn. Við báðum hann þá um að þvælast ekki fyrir og standa ekki inni á vellinum. Hann settist aftur, beið um stund og labbaði svo út.

Eftir tí­mann sáum við að hann hafði skilið eftir körfuboltaræfilinn sinn, en hirt glænýjan fótbolta sem lá á hliðarlí­nunni. Þetta er gripdeild í­ lagi!

# # # # # # # # # # # # #

Paul McShane fær verðlaunin „pabbi ársins“. Hann var besti leikmaður Fram í­ fyrra, en hætti að spila okkur stuðningsmönnunum til mikilla vonbrigða.

Nú hefur hann ákveðið að snúa aftur á klakann. ístæðuna segir hann vera þá að hann eigi strák í­ Grindaví­k sem hann vilji hitta á sumrin. Með Paul innanborðs erum við að tala um miklu sterkara Framlið en útlit var fyrir. Þetta verður flott sumar.