Enn um Thatcher

Gí­sli Marteinn leggur orð í­ belg í­ athugasemdakerfinu við þessa færslu . Hann segir meðal annars: Að sjálfsögðu hefur andúð Skota á MT ekki farið framhjá mér þá mánuði sem ég hef búið í­ Edinborg. En eins og þú segir réttilega, læt ég það ekki hafa áhrif á mí­na skoðun á henni. Ég er hinsvegar forvitinn um ástæðurnar fyrir þessu. Þú (og fleiri hér) lætur þér nægja að telja upp dæmi sem sýna hvað hún var rosalega óvinsæl. Gott og vel. Ég get talið upp dæmi þar sem hún sigraði kosningar yfir gervalt Bretland. Ef umræðan er bara vinsældir/óvinsældir, þá hljóta slí­kar kosningar að vega nokkuð þungt.

Skotland hafði sérstaka andúð á henni, mikið rétt. Fyrir því­ eru margví­slegar ástæður, sem við þekkjum báðir. Ég tel margar þeirra á misskilningi byggðar, en aðrar eru skiljanlegar, enda lagði MT ekki mikið uppúr því­ sem við getum kallað ‘byggðastefnu’, og horfði meira í­ heildartölur fyrir Bretland. Það lí­kaði Skotum ekki, sem er skiljanlegt.

Ég held reyndar að það sé ekki rétt að kosningaúrslit styðji mál Gí­sla. Það er rétt að Thatcher fékk oft góða kosningu í­ Bretlandi öllu – en hér erum við að ræða um Skotland sérstaklega og þá blasir við önnur mynd.

1983 – í­ kosningunum eftir fyrsta heila tí­mabil Járnfrúarinnar, fékk Verkamannaflokkurinn rúm 35% atkvæða og 41 þingsæti. íhaldsflokkurinn fékk 28,4% og 21 sæti. Kosningabandalag SDP og Frjálslyndra fékk 24,5% og 8 sæti. SNP fékk 11,75% og tvo menn. – íhaldsflokkurinn tapaði þarna frá fyrri kosningum. íður hafði flokkurinn sagst vera það stjórnmálaafl í­ Skotlandi sem fengi atkvæði um allt land og væri þannig sameiningartákn milli borgar og sveita.

1987 – fékk Verkamannaflokkurinn 42,4% og 50 menn. íhaldsflokkurinn fór aftur niður á við – að þessu sinni í­ 24% og tí­u menn. Kosningabandalagið 19% og ní­u. SNP 14% og tvo.

1992 (John Major endurkjörinn) – Verkó 39% og 49 menn. íhaldsflokkurinn 25,6% og 11. SNP nær þriðja sætinu með 21,5% og þrjá. Frjálslyndir demókratar 13% og ní­u menn. Þetta voru kosningarnar sem The Sun eignaði sér sigurinn í­. Blaðið tók harða afstöðu með íhaldsflokknum í­ kosningunum – nema í­ skosku útgáfu blaðsins, þar sem ritstjórarnir lögðu ekki í­ það.

1997 – Verkó 45% og 56 menn. SNP 22,1% og sex menn. íhaldið 17,5% og enginn maður. Frjálslyndir demókratar 13% og ní­u menn.

2001 – Verkó 43,3% og 55 menn. SNP 20% og fimm menn. Frjálslyndir demókratar 16,3% og tí­u menn. íhaldsflokkurinn 15,6% og einn maður.

Þetta er mögnuð þróun. Á átján árum fer íhaldsflokkurinn úr því­ að vera 30% flokkur og sá eini sem ógnað getur Verkamannaflokknum í­ Skotlandi – niður í­ að vera með helmingi minna fylgi og kominn niður í­ fjórða sæti. Niðurstöður kosninga til skoska þingsins eru svo ennþá meira sláandi.

Þessi tölfræði sýnir glögglega að það verða vatnaskil á Thatcher-tí­manum. Hún og sí­ðar John Major rústa stöðu hans í­ Skotlandi. ístæðurnar má lengi ræða. Skotar myndu t.d. þræta fyrir að hafa verið sérstakir ölmusumenn byggðastyrkja – ef tekið er með í­ reikninginn öll Norðursjávarolí­an sem rann í­ rí­kissjóð Breta. En um hitt þarf ekki að deila, að Thatcher tapaði jafnt og þétt fylgi í­ Skotlandi þótt hún fengi stundum furðumikið sunnan landamæranna.