Hinn augljósi pólitíski lærdómur

Hvaða lærdóm má draga af úrslitum kvöldsins í­ Söngvakeppninni?

Jú, í­ sex neðstu sætunum voru aðildarlönd Evrópusambandsins. Á fjórum efstu sætunum eru þjóðir sem standa utan ESB.

Evrópusambandinu var klárlega hafnað í­ kvöld – og það í­ keppni í­ tónlist, sem er jú tungumálið sem sameinar heimsbyggðina eins og menn vita.

Stærstur er sigur EES-landanna. Ísland og Noregur í­ tveimur efstur sætum. Ef Liechtenstein hefði verið með, þá er ljóst að það hefði tekið bronsið. Það er væntanlega titringur á æðstu stöðum í­ Brí¼ssel í­ kvöld…