Afi og kvennaboltinn

Um þessar mundir er ég að ganga frá ýmsum skjölum sem fara aftur upp í­ Framheimili og sem ég notaði við sagnritunina. Þar er meðal annars ræðustúfur sem ég las mér til mikillar ánægju, en notaði reyndar ekki í­ bókina.

Þetta er ávarp – minni félagsins – samið fyrir sextí­u ára afmælishátí­ðina árið 1968. Hún er með rithönd afa, að mér sýnist og af samhenginu sýnist mér hann vera höfundurinn. Stærstur hluti ræðunnar er klassí­sk upprifjun á stærstu þáttunum í­ sögu félagsins og svo almennar óskir um velfarnað og glæsta sigra. Um miðbikið er hins vegar áhugaverður bútur:

„Það er kannski ekki rétti vettvangurinn að koma með framfaratillögur í­ félagsmálum í­ afmælishófi. En þó langar mig að gauka því­ að ráðamönnum hér, hvort ekki væri athugandi að rí­ða á vaðið með knattspyrnudeild kvenna við hentugt tækifæri. – Og e.t.v. gæti það endað með því­ að allir flokkar ættu sér að lokum hliðstæðu í­ kvennaröðum félagsins – jafnvel Old Boys.“

Mér finnst magnað að sjá þessar hugleiðingar settar fram árið 1968 og er hæstánægður með gamla manninn. Þarna eru enn fjögur ár í­ að efnt sé til fyrsta Íslandsmótsins í­ kvennaknattspyrnu. Fyrsti kvennaknattspyrnuleikurinn hérlendis fór fram sumarið 1968, þar léku handknattleikskonur úr Fram og KR. Langur tí­mi átti eftir að lí­ða uns yngri flokkar kvenna náðu hér fótfestu – hvað þá að þeir yrðu jafnmargir og hjá strákunum.

Mér vitanlega er ekki keppt í­ â€žOld Girls“-flokki á vegum KSí. Sú hugmynd afa hefur því­ ekki enn orðið að veruleika, 41 ári seinna…