Frídagar

Sigmundur Ernir vill láta hnika uppstigningardegi til um einn dag, svo hann verði á föstudegi og launafólk fái þriggja daga helgi.

Frekar en að eyða orkunni í að hnika uppstigningunni til um einn dag, ætti Sigmundur að reyna að færa upprisuna til sem þessu næmi. Ef páskadagur væri á mánudegi og annar í páskum á þriðjudegi fengjum við fimm daga páskahelgi.

Trúi ekki öðru en að Karl Sigurbjörnsson yrði liðlegur í málinu – þótt það fæli í sér að breyta orðalagi á stöku stað úr „reis upp á þriðja degi“ í „á fjórða degi“.

Annars skil ég ekki tuðið yfir fimmtudagsfrídögum. Mér finnst sjálfum miklu betra að fá svona frídaga inn í miðri viku. Þá er eins og það séu tveir föstudagar í einni og sömu vikunni…