Frídagar

Sigmundur Ernir vill láta hnika uppstigningardegi til um einn dag, svo hann verði á föstudegi og launafólk fái þriggja daga helgi.

Frekar en að eyða orkunni í að hnika uppstigningunni til um einn dag, ætti Sigmundur að reyna að færa upprisuna til sem þessu næmi. Ef páskadagur væri á mánudegi og annar í páskum á þriðjudegi fengjum við fimm daga páskahelgi.

Trúi ekki öðru en að Karl Sigurbjörnsson yrði liðlegur í málinu – þótt það fæli í sér að breyta orðalagi á stöku stað úr „reis upp á þriðja degi“ í „á fjórða degi“.

Annars skil ég ekki tuðið yfir fimmtudagsfrídögum. Mér finnst sjálfum miklu betra að fá svona frídaga inn í miðri viku. Þá er eins og það séu tveir föstudagar í einni og sömu vikunni…

Join the Conversation

No comments

 1. Er ekki betra að hafa 2 laugardaga í röð? Kaninn gerir þetta með ágætisárangri.
  Löng helgi í sumarbústað eða öðru ferðalagi nýtist betur ef hún er …löng.

 2. Ekki sammála að þetta sé eins og fá tvo föstudaga. Þetta er meira eins og að hafa tvo mánudaga í einnu viku. Úff!

 3. Afhverju ekki ad nota uppstigningadagur ‘observed’, vinna sem se a fimmtudeginum en fa fri a fostudeginum i stadinn?

 4. Af hverju ekki gera eins og í Svíþjóð og hafa föstudaginn sem klemmudag, og gefa frí þá líka. Svíar elska fimmtudagshelgidaga og þriðjudagshelgidaga því það gefur þeim 4 daga helgi. (ekki öllum, bara þeim sem hafa samið svo í kjarasamningum. t.d. ríkisstarfsmenn).

 5. @Svii – einmitt!
  Ef fimmtudagsfríin væru færð til föstudags þá liðu ekki mörg ár þar til fólk yrði hundóánægt!
  OBS! – ég er enn í fortíðinni: AGS er verkstjóri á Íslandi og hann heimtar 6 daga vinnuviku.

 6. Uhh, fáum við launaþrælarnir ekki 5 daga frí í kringum páskana? Ég þarf ekki að mæta í vinnuna á skírdegi, föstudeginum langa og öðrum í páskum og ég held að það sé ekki Sigmundi Erni að þakka.

 7. „Hvers á þjóðin skilið“ að fá svona þingmenn.

  Hugsjónir. Jamm.

  Skyldi hann taka upp þráðinn frá Vilhjálmi Egilssyni sem vildi færa klukkuna þannig að hann kæmist heim að grilla í lok vinnudags með sól í hádegisstað.

 8. Hafandi búið við sumar- og vetrartímaskipti um nokkurra ára skeið, verð ég að segja að sú hugmynd er nú það besta sem ég hef heyrt frá Vilhjálmi ræflinum…

 9. HT: Hafandi búið við vitlausa klukka mestallt mitt líf finnst mér þá skynsamlegt að seinka klukkunni á veturna svo hún verði sem líkust raunklukkunni þótt hún verði áfram snarvitlaus á sumrin. Langbest er auðvitað að seinka henni um eina klukkustund í eitt skipti fyrir öll og vera bara á réttum tíma, miðað við Austfirði, en hálftíma of fljóta miðað við Reykjavík.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *