Hnattvæddar fréttir

Frétt dagsins er á Moggavefnum og fjallar um Icesave.

Reyndar er ekki svo mikið á fréttinni sjálfri að græða. Hún er óskiljanlegur grautur af tölum, auk þess sem reikningurinn virðist ekki ganga upp. Þessi klausa er hins vegar fróðlegust:

Hollensk stjórnvöld hafa greitt 106 milljónir evra, jafnvirði 18,5 milljarða króna, til einstaklinga og sveitarfélaga, sem áttu innistæður á Icesave-reikningum Landsbankans þar í landi. Þetta kom fram í hollenska útvarpinu í gær að sögn kínversku fréttastofunnar Xinhua. 

Er hægt að hugsa sér betra dæmi um hnattvæðingu frétta? Kínversk fréttastofa er aðalheimild íslensks netmiðils um hvað sagt er í hollenska ríkisútvarpinu! Magnað.

Join the Conversation

No comments

  1. Þetta sannar bara eitt. Íslenskir fréttamenn afla ekki frétta að eigin frumkvæði. Þeir lesa erlenda netmiðla og þýða svo yfir á okkar ylhýra
    Oftar en ekki er þýðingarnar á vondu máli.

    Svo liggja þeir yfir blogginu til að finna eitthvða bitastætt til að bú til frétt úr.

    Frumkvæði er ekkert og hefur ekki verið um tíma. Nema þegar kemur að ESB trúboðinu. Þá eru þeir í essinu sínu.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *