Hnattvæddar fréttir

Frétt dagsins er á Moggavefnum og fjallar um Icesave.

Reyndar er ekki svo mikið á fréttinni sjálfri að græða. Hún er óskiljanlegur grautur af tölum, auk þess sem reikningurinn virðist ekki ganga upp. Þessi klausa er hins vegar fróðlegust:

Hollensk stjórnvöld hafa greitt 106 milljónir evra, jafnvirði 18,5 milljarða króna, til einstaklinga og sveitarfélaga, sem áttu innistæður á Icesave-reikningum Landsbankans þar í landi. Þetta kom fram í hollenska útvarpinu í gær að sögn kínversku fréttastofunnar Xinhua. 

Er hægt að hugsa sér betra dæmi um hnattvæðingu frétta? Kínversk fréttastofa er aðalheimild íslensks netmiðils um hvað sagt er í hollenska ríkisútvarpinu! Magnað.