Almáttugur

Loksins, loksins!

Eftir langa mæðu er búið að virkja öryggismyndavélakerfið á Minjasafninu. Það eykur öryggi safnsins. Við höfum tvívegis orðið fyrir innbrotum og erum alltaf smeykir við að það geti endurtekið sig.

Annar kostur er sá að nú getur hver sá sem vinnur á starfstöðinni minni fylgst með á tölvuskjánum þegar bílar renna í hlað, hópar nálgast eða stakir túristar eru að villast í námunda við safnið.

Mér finnst ég vera Óðinn – alsjáandi í hásæti mínu…