Hvað varð um BBC?

Nú er illa farið með góðan dreng!

Fjölvarpið ákvað að bæta tveimur sjónvarpsstöðvum við úrval heimilisins. Fúlu viðskiptafréttastöðinni Bloomberg og klámmyndastöð. Í staðinn er BBC Entertainment orðin lokuð.

Það eru fúl skipti að fá sveitta fjármálaspekúlanta og berrassaðar stelpur (og sveitta friðla þeirra – sem eru reyndar ekki ósvipaðir fjármálaspekúlöntum í útliti) í staðinn fyrir þá ágætu gamanþætti og krimma sem BBC Entertainment býður uppá.

Ljótt, ljótt sagði fuglinn!

Join the Conversation

No comments

  1. Og ég sem er að flytja frá af breiðvarpinu yfir á fjölvarpið.
    Nú jæja, ég fer þá bara ti baka ef mér líkar ekki þjónustan.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *