Hvað varð um BBC?

Nú er illa farið með góðan dreng!

Fjölvarpið ákvað að bæta tveimur sjónvarpsstöðvum við úrval heimilisins. Fúlu viðskiptafréttastöðinni Bloomberg og klámmyndastöð. Í staðinn er BBC Entertainment orðin lokuð.

Það eru fúl skipti að fá sveitta fjármálaspekúlanta og berrassaðar stelpur (og sveitta friðla þeirra – sem eru reyndar ekki ósvipaðir fjármálaspekúlöntum í útliti) í staðinn fyrir þá ágætu gamanþætti og krimma sem BBC Entertainment býður uppá.

Ljótt, ljótt sagði fuglinn!