Hassið og vísitalan

Hass og spítt eru ekki hluti af vísitölunni, þrátt fyrir að vitað sé að ýmsir kaupi hvort tveggja. Hækkanir á þessum ólöglegu efnum ættu því að koma fram í verðbólgumælingunni. Svo er þó ekki. Aðalástæðan er sú að þótt fólk kaupi vissulega hass, þá finnst ríkisvaldinu að það eigi ekkert að vera að því og vill ekki viðurkenna þennan ósið með því að telja hann með í vísitölunni.

En er þá eitthvað því til fyrirstöðu að ríkið ákveði að sleppa búsinu úr vísitölunni líka?