Hassið og vísitalan

Hass og spítt eru ekki hluti af vísitölunni, þrátt fyrir að vitað sé að ýmsir kaupi hvort tveggja. Hækkanir á þessum ólöglegu efnum ættu því að koma fram í verðbólgumælingunni. Svo er þó ekki. Aðalástæðan er sú að þótt fólk kaupi vissulega hass, þá finnst ríkisvaldinu að það eigi ekkert að vera að því og vill ekki viðurkenna þennan ósið með því að telja hann með í vísitölunni.

En er þá eitthvað því til fyrirstöðu að ríkið ákveði að sleppa búsinu úr vísitölunni líka?

Join the Conversation

No comments

 1. Jú, sleppa bara öllu sem er að hækka og fá út verðhjöðnun meinarðu? Er það ekki frekar ómarktækt?

 2. …þannig var þetta náttúrlega í gamladaga.

  Það voru vísitölubrauðin þrjú sem ekki mátti hækka (normal, fransbrauð og þriggjakorna?) – en bakaríin voru bara alltaf „búin með þau“ og seldu í staðinn dýrari brauð með öðrum nöfnum.

 3. Auðvitað væri það langbest að stjórnmálamenn gætu einfaldlega handvalið hvaða neysluvörur það væru sem endurspegluðu réttan lífsstíl.

  En sennilega eru aðrar ástæður fyrir því að hassið er ekki í vísitölunni, en að það hafi verið pólitískt óhentugt með hliðsjón af verðbólguþróun. …

 4. ok, skattur á bús og bílsneyti,
  fúlt, en peningur í kassann

  en mætti ekki minnka vægið í vísitölunni svo allar afborganir hækki ekki vegna þessa líka?
  Hverjir græða og hverjir tapa á því ef það er ekki gert og af hverju þá?

  H

 5. Mér persónulega finnst þetta mjög áhugaverð pæling.

  Sama hvað fólki finnst um verðtrygginguna, óréttlát osfrv. þá á hún að bæta upp fyrir verðhækkanir svo að lánveitandi fá bætt fyrir verðbólgu. Og því ekki að hafa hassið með? Ef fíkniefni hækka mikið í verði þá er ekki hægt að segja annað en að verð á neysluvörum hafi hækkað, eða hvað? Ef appelsínudjús og bjór hækka, sem leiða til hækkunar neysluverðsvísitölu, þá ætti verðhækkun á hassi að gera slíkt hið sama.

  SÁÁ er með miklar verðkannanir og gætu fyllilega aðstoðað við að koma þeim tölum inn í vísitöluna.

  Það má reyndar endalaust velta þessu fyrir sér. Ef við sjáum fyrir okkur að þetta væri inni þá gætu stjórnvöld á verðbólgutímum til dæmis dregið úr eftirliti með fíkniefnaviðskiptum, sem myndi lækka verð og draga úr verðbólgu, og minnka halla ríkissjóðs! Segið svo að fíkniefni leysi engan vanda.

 6. Sjálfur myndi ég segja það væri eðlilegt að fíkniefni og sitthvað fleira sem menn kunna að versla svart yrði sett inn í vísitöluna. En það er ekki nóg að vita verðin á vörunum, sem SÁA og fleiri aðilar gætu sjálfsagt hjálpað til með.

  Neysluverðsvísitalan er vegið meðaltal, og þar með þarf líka að vita magn neyslunnar, til að menn viti hve stórt hlutfall hún er af heildarneyslu, og það er nokkuð snúnara að afla áreiðanlegra gagna um það. 😉

 7. Væri ekki bara hægt að hafa þetta allt í ATFVR. Áfengis-tóbaks og fíkniefnaverslun ríkisins. Þá væri nú lítið mál að hafa tölfræðina yfir neysluna á hreinu.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *