Stjórnmálagetraun

Tryggvi Þór Herbertsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og hefur talað fyrir niðurfærslu skulda. Rök hans eru meðal annars þau að erlendir lánardrottnar hljóti að skilja að útilokað sé að ætlast til að Íslendingar standi undir skuldaklifjunum og sjá að skynsamlegra sé að afskrifa vænan hluta skuldanna frekar en að láta allt fara í kaldakol.

Þetta er ágætt sjónarmið.

Fyrir fjórum árum síðan, í júní 2005, lýstu voldugustu iðnríki heims því yfir að til stæði að fella niður stóran hluta af skuldum nokkurra fátækustu þjóða heims. Ákvörðuninni var fagnað af alþjóðlegum hjálparsamtökum og fjölda þjóðarleiðtoga. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður hagfræðistofnunnar Háskólans, var líka beðinn um álit. Og nú er spurt – hvert var svar Tryggva?

i) Að þetta væri besta hugmynd sem fram hefði komið, frá því byrjað var að selja brauð í sneiðum

eða

ii) Að vissulega gætu skammtímaáhrif þessarar ráðstöfunar verið talsverð, en málið væri þó alls ekki einfalt og jafnvel betur heima setið en af stað farið. Til dæmis gætu langtímaáhrifin orðið þau að þessi ríki fengju ekki lán seinna meir

Og giskiði nú!