Gamla WordPress-uppfærslukerfið var víst orðið dálítið úrelt og neitaði að lokum að leyfa mér að setja inn færslur. Nú hefur Palli kippt því í liðinn og síðan er aftur orðin virk – þótt einhverjar eldri færslur séu enn í hassi. Fyrir vikið hafa lesendur misst af ýmsum snjöllum bloggum sem aldrei verða skrifuð – svo …
Monthly Archives: maí 2009
sýnist mér
Afi og kvennaboltinn
Um þessar mundir er ég að ganga frá ýmsum skjölum sem fara aftur upp í Framheimili og sem ég notaði við sagnritunina. Þar er meðal annars ræðustúfur sem ég las mér til mikillar ánægju, en notaði reyndar ekki í bókina. Þetta er ávarp – minni félagsins – samið fyrir sextíu ára afmælishátíðina árið 1968. Hún …
Hinn augljósi pólitíski lærdómur
Hvaða lærdóm má draga af úrslitum kvöldsins í Söngvakeppninni? Jú, í sex neðstu sætunum voru aðildarlönd Evrópusambandsins. Á fjórum efstu sætunum eru þjóðir sem standa utan ESB. Evrópusambandinu var klárlega hafnað í kvöld – og það í keppni í tónlist, sem er jú tungumálið sem sameinar heimsbyggðina eins og menn vita. Stærstur er sigur EES-landanna. …
Besta Evróvisíonlagið?
Marokkó 1980 .
Enn um Thatcher
Gísli Marteinn leggur orð í belg í athugasemdakerfinu við þessa færslu . Hann segir meðal annars: Að sjálfsögðu hefur andúð Skota á MT ekki farið framhjá mér þá mánuði sem ég hef búið í Edinborg. En eins og þú segir réttilega, læt ég það ekki hafa áhrif á mína skoðun á henni. Ég er hinsvegar …
Steve Nash og þúsundaáraríkið
Ég er gersneyddur áhuga á NBA-körfubolta. Það er væntanlega vegna þess að ég er lítill og finnst íþróttin því á einhvern hátt vera sett mér til höfuðs. En kannski ætti ég samt að halda upp á Steve Nash… ef marka má þessa grein er hann nefnilega sósíalíska hugsjónin holdi klædd. Talandi um sósíalisma í boltaíþróttum, …
Hans klaufi
Fréttum af því seinnipartinn að boðið væri upp á barnaleiksýningu í Bókasafni Kópavogs – Hans klaufa. Við feðginin mættum og skemmtum okkur ágætlega innan um u.þ.b. tuttugu börn og álíka marga fullorðna. Á kjölfarið var ævintýrið um Hans klaufa dregið fram til kvöldlestrar. Sagan er miklu skemmtilegri en mig óraði fyrir. Ég hafði síðast lesið …
Sofið á sófanum
Ég bý mig undir nótt á sófanum. Nei – þetta er ekki byrjun á dramatísku skilnaðarbloggi. Skýringin er öllu minna dramatísk. Fyrr í kvöld rak Ólína upp gól og reyndist vera búin að gubba út allt rúmið sitt – með þeim afleiðingum að húsið angar af kjúklingasúpu. Hún fær því að sofa uppí í nótt. …
Hver á að fá mest?
Ríkisstjórnin ætlar að endurskoða kjör æðstu stjórnenda hjá ríkinu. Það er í sjálfu sér gott mál. Sumir þeirra eru bara ansi vel haldnir og geta ekki lengur skýlt sér á bak við það sem tíðkast í einkageiranum á sama hátt og áður. Það er hins vegar sérkennilegt í málflutningnum að sérstök áhersla sé lögð á …