Fyrirspurnartími ráðherra

Þegar Steinunn fór inn á þing fyrir rúmu ári, lagði hún bæði undirbúnar og óundirbúnar fyrirspurnir fyrir ráðherra. Hvort tveggja er eins konar leikrit. Svörin við undirbúnu spurningunum eru unnin í­ ráðuneytunum – og stundum fela þau í­ sér raunverulega mikilvægar upplýsingar. Yfirleitt staðfesta þó svörin ekki annað en það sem fyrirspyrjandinn vissi fyrir, en …

Öllum er sama

Höfum eitt á hreinu: Mál málanna í­ pólití­kinni í­ Bretlandi eru upplýsingarnar sem láku út um óhófleg útgjöld þingmanna. Það er allt vitlaust út af þessu og Gordon Brown situr í­ súpunni meðan fjölmiðlar smjatta á upplýsingunum. Það að breski forsætisráðherrann hafi ruglað saman bankastofnunum í­ óundirbúinni fyrirspurn um spí­tala í­ Norður-Englandi og talað óvarlega …

Chester & Darlington (b)

Á janúar fór ég til Darlington og sá Luton tapa illa. Darlington er smáborg í­ norðanverðu Englandi með 125 ára sögu. Lengst af hefur félagið þekkt sitt magamál og ekki reynt að blanda sér í­ slag stóru liðanna. Fyrir nokkrum árum eignaðist metnaðarfullur – eða öllu heldur stórmennskubrjálaður maður félagið. Hann byggði völl fyrir um …

Kjarabót

Um daginn fékk ég tilkynningu frá rí­kinu um barnabæturnar. Ég varð undrandi – fannst upphæðin hærri en búist hafði verið við. Nennti svo sem ekki að grafa upp gömlu seðlana, en sá samt að einhver breyting hafði orðið. Fór að reyna að rifja upp hvort ég hefði misst af fréttum um  endurskoðun á barnabótakerfinu – …

Neysla

Með vinstristjórn í­ landinu – er þá ekki eiginlega borgaraleg skylda okkar sósí­alistanna að keyra upp neysluna? Vinstri græna heimilið á Mánagötunni lagði sitt af mörkum í­ dag. Fórum í­ verslunarleiðangur og keyptum fyrir tugi þúsunda. Mest heimilistæki og barnaföt – dót sem lengi hefur staðið til að kaupa. Er hægt að vera mikið meiri …

Heimilislæknar

Fréttablaðið slær upp stórskandal á forsí­ðunni. Á Reykjaví­k er einn heimilislæknir fyrir hverja sautjánhundruð. Sjálfur hef ég hitt heimilislækninn minn þrisvar á sí­ðustu tveimur áratugum. Einu sinni til að láta brenna af mér vörtu. Hin tvö skiptin reyndust vera rugl í­ mér, þar sem ekkert var hægt að gera. Enda hefur Svanur læknir lí­klega hárrétt …

Lítið afrek

Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur og varaþingmaður Samfylkingarinnar segir Á fréttablaðinu í­ dag að stærstu pólití­sku tí­ðindi kosninganna séu þau að Samfylkingin geti nú sameinað hreyfingar launafólks og vinnuveitenda. Hvert er afrekið í­ því­? Eftir að hafa hlustað á Gylfa Arnbjörnsson á Austurvelli fyrsta maí­ – get ég ekki bent á neitt í­ ræðunni sem Vilhjálmur Egilsson …

Það erfiðasta

Ligg yfir grein sem ég var búinn að semja og orðinn nokkuð sáttur við… …en sem ritstjórinn skipar mér að stytta um x-mörg slög. Er nokkuð erfiðara í­ ví­ðri veröld?