Óþol

Ég hef eiginlega komist að þeirri niðurstöðu – að af tvennu illu, þá séu græðgiskapí­talistar illskárri en kapí­talistahippar.

Denni

Tí­maritavefurinn er frábær. Nýjasta viðbótin við hann er Denni, blað sem ungir Framsóknarmenn gáfu út um miðjan ní­unda áratuginn. Þarna er hrært saman Framsóknarpólití­k og eití­s-tí­sku á stórskemmtilegan hátt. Steingrí­mur Sævarr Ólafsson, sá mikli Framari, var ritstjóri í­ fyrstu en Hallur Magnússon í­búðalánagúru tók við keflinu. Gaman að þessu. Mættum við fá að sjá meira …