Það er varla að maður þori að plögga fræðslugöngu morgundagsins hérna – í fyrra komu alltof margir. Læt mig samt hafa það. Annað kvöld (þriðjudag) verður sem sagt söguganga á vegum Orkuveitunnar í Elliðarárdalnum, fyrsta gangan mín af þremur í sumar. Við leggjum af stað frá Minjasafninu klukkan 19:30. Þetta kvöld verður gengið um söguslóðir …
Monthly Archives: júní 2009
Framkvæmdaröð
Kristján Möller leikur jólasveininn í júní. Á forsíðu Moggans tilkynnir hann um stórframkvæmdir í vegakerfinu (og Landsspítalabyggingu) sem lífeyrissjóðirnir lána fyrir. Væntanlega verður þessu tekið með fagnaðarlátum. Framkvæmdafréttir eru sem ljúf tónlist í öllu krepputalinu. En auðvitað eru það engin vinnubrögð að framkvæmdaröð ríkisnins sé ákveðin á fundum með 1-2 ráðherrum og stjórnum lífeyrissjóðanna. Á …
Morðinginn
Óskaplega er það fyrirsjáanlegur atvinnurógur að líflækni Michael Jacksons sé kennt um að hafa drepið hann. Það er nánast klisja þegar frægir kallar deyja að lækninum sé kennt um. Miklu frjórra er að spyrja sig: hver átti harma að hefna? Og svarið er augljóslega Prince. Það er rökrétt! Voru þeir ekki erkióvinir á níunda áratugnum, …
Vont frumvarp
Frumvarp ríkisstjórnarinnar um nýjar kosningareglur Alþingis- og sveitarstjórnarkosningum er vont. Það er vanhugsað og illa rökstutt. Því miður. Ríkisstjórn VG og Samfylkingar ákvað að gera það sama og allar aðrar ríkisstjórnir hafa gert þegar kemur að endurskoðun kosningakerfisins: að hringja í Þorkel Helgason og láta hann setjast niður og reikna. Það hefur gefið misjafna raun …
Björgvin
Þegar Malcolm McLaren var á hvað svæsnasta egó-flippinu sem umboðsmaður Sex Pistols, réðst hann í það að gera kvikmyndina The Great Rock´n´Roll Swindle – sem átti að segja sögu hljómsveitarinnar… án þess þó að rætt væri við Johnny Rotten. Sú hugmynd var augljóslega galin – enda reyndist myndin drasl. Þess vegna er ég að rifja …
Þriðja liðið í Edinborg? (b)
Í Edinborg eru tvö fótboltalið sem ná máli: Hearts og Hibernian. Það fyrrnefnda er tengt við prótestanta en hitt við kaþólikka – þótt í dag ráði hverfaskiptingin í raun mestu um hvorn klúbbinn Edinborgarbúar styðja. Til skamms tíma var Meadowbank Thistle þriðja liðið í borginni. Það gaf sig út fyrir að vera liðið sem neitaði …
Nostalgía
Hóhó… nú er ég svo sannarlega kominn í feitt! Einhver snillingurinn er búinn að skanna inn allar Panini-leikmannamyndirnar úr enska boltanum 1984 og 1985. Þarna má t.d. sjá Luton-liðið 85, í Adidasbúningnum sem ég er með innrammaðan uppá vegg í svefnherberginu. (Ég skil enn ekki hvernig ég gat fengið Steinunni til að samþykkja það…) Af …
Fínn nepalskur
Nýi nepalski veitingastaðurinn á Laugaveginum er stórgóður. Hádegisverðarhlaðborð á 1.500 krónur er fínt verð og maturinn ljúffengur. Verst að staðurinn er svo lítill að um leið og fólk mun almennt vita af honum, verður væntanlega erfitt að fá borð. Mér skilst að þetta sé líka hörkugóður kvöldverðarstaður. Verst að matseðillinn er svo stór að maður …
Taka hús
Þegar ég var á fyrsta eða öðru ári í menntó komst í tísku að tala um að „taka hús“ á einhverjum. Gott ef einhver sjónvarpsfréttamaðurinn byrjaði að nota þennan frasa og fljótlega heyrði maður þetta út um allt. Íslenskukennarinn minn lét þetta fara í taugarnar á sér og hélt því fram að sá sem „tæki …
Bananar
Ég skrifaði um það á dögunum að ég hafi komist í að skoða bananaræktina í gömlu gróðurhúsunum við Garðyrkjuskólann í Hveragerði. Það er mögnuð upplifun að ganga inn svona hitabeltisskóg og þræða stíga milli kaktusa og risaplantna með torkennilegum blómum og ávöxtum. Ferðamennirnir sem voru með í för áttu ekki orð – þeim fannst þetta …