Fínn nepalskur

Nýi nepalski veitingastaðurinn á Laugaveginum er stórgóður. Hádegisverðarhlaðborð á 1.500 krónur er fínt verð og maturinn ljúffengur. Verst að staðurinn er svo lítill að um leið og fólk mun almennt vita af honum, verður væntanlega erfitt að fá borð.

Mér skilst að þetta sé líka hörkugóður kvöldverðarstaður. Verst að matseðillinn er svo stór að maður tapar þræðinum. Af hverju halda eigendur asískra veitingastaða svona oft að fólk vilji þurfa að velja á milli 50 rétta?

En það má amk mæla með þessum.