Hóhó… nú er ég svo sannarlega kominn í feitt!
Einhver snillingurinn er búinn að skanna inn allar Panini-leikmannamyndirnar úr enska boltanum 1984 og 1985.
Þarna má t.d. sjá Luton-liðið 85, í Adidasbúningnum sem ég er með innrammaðan uppá vegg í svefnherberginu. (Ég skil enn ekki hvernig ég gat fengið Steinunni til að samþykkja það…)
Af öðru skemmitilegu mætti nefna Stoke-liðið sama ár, sem kolféll. Coventry 84 með Bobby Gould sem framkvæmdastjóra. Og svo er boðið upp á sérstaka valkosti eins og að sjá myndir af mönnum með sítt að aftan.