Framkvæmdaröð

Kristján Möller leikur jólasveininn í júní.

Á forsíðu Moggans tilkynnir hann um stórframkvæmdir í vegakerfinu (og Landsspítalabyggingu) sem lífeyrissjóðirnir lána fyrir.

Væntanlega verður þessu tekið með fagnaðarlátum. Framkvæmdafréttir eru sem ljúf tónlist í öllu krepputalinu. En auðvitað eru það engin vinnubrögð að framkvæmdaröð ríkisnins sé ákveðin á fundum með 1-2 ráðherrum og stjórnum lífeyrissjóðanna. Á Hrafn Magnússon að ráða því undir hvaða heiðar eða firði Vegagerðin borar næst?