Þjóðernisofstæki?

Menn hafa fyrir satt að á krepputímum sé hætta á að öfgafull þjóðerniskennd grípi um sig. Mér skilst að í kvöld hafi verið klappað á Laugardalsvelli þegar fréttir bárust af því að KR væri komið 2:0 yfir gegn útlensku liði! Hér er þjóðerniskenndin augljóslega komin út í háskalegar öfgar.

Rauða hættan

Gamli blaðamannsjaxlinn Robert Scheer skrifar greinarstúf um komu kínverskrar sendinefndar til Washington á dögunum. Erindið var að snupra Bandaríkjastjórn fyrir að standa sig ekki í efnahagsmálum… það eru fleiri en Íslendingar sem eiga í vandræðum með lánardrottna. Þessi klausa er skemmtileg: For those who recall the rhetoric of the Cold War, the idea that we …

Enn af Chester City (b)

Fastir lesendur þessarar síðu ættu að muna eftir fleiri en einni og fleiri en tveimur færslum um Chester City – liðið sem féll með okkur úr deildarkeppninni síðasta vor. Félagið er í eigu manns sem er nánast ótíndur glæpamaður (jafnvel á mælikvarða íslenskra útrásarvíkinga). Gjaldþrot og jafnvel endalok félagsins hafa lengi virst í kortunum. Atburðir …

Brunahanar

Reykvískir brunahanar eru gulir og rauðir. Þannig hefur það verið lengi. Ég veit reyndar ekki hversu lengi (það væri gaman að vita það) – en ef ég ætti að giska myndi ég segja frá því fljótlega uppúr stríði. Fyrirmyndin er þá væntanlega bandarískir brunahanar sem mér skilst að hafi snemma fengið þennan lit. Utan Reykjavíkur …

Miltisbrandur

Muniði eftir miltisbrandsfárinu sem braust út eftir ellefta september, þegar vesturlönd kokgleyptu þá hugmynd að bin Laden sæti við og sendi umslög með hvítu dufti tilviljanakennt út um heimsbyggðina? Í kjölfarið hljóp þungarokkshljómsveitin Anthrax apríl og sendi tilkynningu um að hún ætlaði að breyta nafninu. Núna hafa Grímur Atlason og félagar í „Grjóthruni í Hólshreppi“ …

Blondie

Nú er spurt: Hvert er besta Blondie-lagið? Ég vel Picture This. (Eitthvað segir mér að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem ég efni til þessarar kosningar…)

Málinu reddað!

Aldrei fór það svo að íslenska þjóðin eignaðist ekki sinn eigin banka! …reyndar held ég samt að fæstir hafi búist að sá banki yrði í Danmörku. En nú má sem sagt ljóst vera að ríkið verði innan tíðar eigandi hins danska FIH Erhvervsbank. Þetta gæti reyndar orðið lausin á öllum okkar vandræðum! Áætlun mín er …

Túlkunaratriði

Eitt af því fyrsta sem foreldrar lítilla stráka eru varaðir við, er að litlu dýrin noti hvert tækifæri til að míga framan í gesti og gangandi – t.d. þegar verið er að skipta um bleyjur. Til að sporna við þessu hafa slyngir kaupsýslumenn meira að segja markaðssett sérstaka „typpahatta“ – minnugir þess að á skal …