Málinu reddað!

Aldrei fór það svo að íslenska þjóðin eignaðist ekki sinn eigin banka!

…reyndar held ég samt að fæstir hafi búist að sá banki yrði í Danmörku. En nú má sem sagt ljóst vera að ríkið verði innan tíðar eigandi hins danska FIH Erhvervsbank. Þetta gæti reyndar orðið lausin á öllum okkar vandræðum!

Áætlun mín er bæði pottþétt og skotheld. Hún er á þessa leið:

1. Nú á íslenska ríkið sem sagt danskan banka í útlandinu.

2. Næst látum við danska bankann opna útibú á Íslandi.

3. Allir Íslendingar hlaupa til og setja peningana sína inn á reikning í nýja FIH-ríkisbankanum.

4. Eigendur bankans taka allar innistæðurnar og eyða þeim (til dæmis í að borga allar þessar skuldir).

5. Bankinn fer á hausinn.

6. Við sendum reikninginn á danska innistæðutryggingasjóðinn.

Málinu reddað!