Miltisbrandur

Muniði eftir miltisbrandsfárinu sem braust út eftir ellefta september, þegar vesturlönd kokgleyptu þá hugmynd að bin Laden sæti við og sendi umslög með hvítu dufti tilviljanakennt út um heimsbyggðina?

Í kjölfarið hljóp þungarokkshljómsveitin Anthrax apríl og sendi tilkynningu um að hún ætlaði að breyta nafninu.

Núna hafa Grímur Atlason og félagar í „Grjóthruni í Hólshreppi“ hálftíma til að tilkynna um nýtt nafn áður en spásagnarskjálftinn ríður yfir…