Í smiðjunni

Um næstu helgi ætlaði famelían á lítið ættarmót í Berufirði. Það hefur nú verið blásið af á síðustu stundu og fyrir liggur að finna sér eitthvað annað að gera á austurlandi. Mest spennandi kosturinn er tvímælalaust Smiðjudagar á Seyðisfirði, sem Tækniminjasafnið á staðnum stendur fyrir. Tækniminjasafnið á Seyðisfirði er mögulega skemmtilegasta safn á landinu og …

Binni eða Palli?

Flestar bækurnar sem við Steinunn lesum fyrir Ólínu á kvöldin eru hálfgerðar myndabækur (Smjattpattar, Herramenn, Doddi, Kuggur o.s.frv.) Þarna eru líka einhverjar ljóðabækur (Í búðinni hans Mústafa er í sérstöku uppáhaldi), en þær eru líka mikið myndskreyttar. Upp á síðkastið höfum við verið að fikra okkur aðeins yfir í bækur sem eru fyrst og fremst …

Gestaþraut Vefþjóðviljans

Ólafur Teitur Guðnason hefur gefið út á bók fjölmiðlapistla sína úr Viðskiptablaðinu. Það er gott framtak og ég held að ég eigi öll bindin (eða öllu heldur allar kiljurnar). Eina þeirra pantaði ég mér meira að segja frá Vef-Þjóðviljanum, sem notar hvert tækifæri til að auglýsa bækur þær sem hann hefur til sölu. Til dæmis …

Svartur dagur (b)

Það er svartur dagur fyrir íslenskan fótbolta að langbesta lið landsins sé rasskellt að Kasökum á heimavelli í forkeppni meistaradeildarinnar, 0:4. Fyrir hálfum mánuðu voru Keflvíkingar kjöldregnir af Maltverjum. Þeim þjóðum fer óðum fækkandi sem við eigum séns í að vinna í keppni félagsliða. Það er ömurlegt. Miðað við úrslit kvöldsins hryllir mig við tilhugsuninni …

Eitt og annað

Meðan allir fréttatímar eru fullir af Icesave- og ESB-málum, virðist yfirtaka lánardrottna á Kaupþingi ætla að rúlla í gegn umræðulítið. Það er hálfgalið. Hvað þýðir slík breyting? Skuldir ríkissjóðs munu væntanlega lækka eitthvað. En mun þetta hafa áhrif á rannsókn bankahrunsins? Hvað vakir fyrir nýjum eigendum – eru þeir fyrst og fremst að hugsa um …

Til varnar Birgittu

Birgitta Jónsdóttir hefur fengið á baukinn hjá fjölmörgum bloggurum um helgina vegna meintra svika við stefnu Borgarahreyfingarinnar í síðustu kosningum – eftir að hún lét í það skína að hún styddi ekki ESB-tillögu forsætisráðherra. Þeir sem býsnast yfir þessu draga margir fram 1-2 setningar úr formannaumræðuþætti til sönnunar þess að Birgitta sé sjálfri sér ósamkvæm …

Miðnætti

Fyrir fáeinum mínútum sýndi klukkan á eldavélinni tímann 24:00 – mínútu síðar breyttist það í 0:01. Hún er þýsk. Tölvuklukkurnar sem ég hef átt, skiptast (augljóslega) í tvö horn með þetta. Miðnætti er stundum táknað með 24:00 en stundum sem 0:00. Er eitthvað kerfi? Eru t.d. Bandaríkjamenn með annað systemið en Evrópa með hitt?

Smár?

Nú er ég loksins farinn að fíla mig eins og alvöru bókarhöfund. Frambókin er sem sagt loksins komin á Borgarbókasafnið í almenn útlán (eftir að hafa verið í óratíma í „frágangi“). Þetta þýðir að núna fer ég í tíma og ótíma inná Gegni og fylgist með… Og sjá! Nú þegar eru tvö eintök úti! # …

Bone-itis

Í þriðju seríu af Futurama er þáttur þar sem fyrir kemur verðbréfaguttinn „That-Guy“. Hann greindist með hræðilegan sjúkdóm, Bone-itis, á ofanverðri tuttugustu öld og lét þá frysta sig í þeirri von að búið yrði að finna lækninguna þegar hann yrði þiðinn upp á ný. Þegar That-Guy vaknaði aftur til lífsins var hann fljótur að taka …